Enski boltinn

Rafael Benitez: Enski bikarinn er mjög mikilvægur fyrir Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rafael Benitez lítur á klukkuna sína í leik á móti Portsmouth.
Rafael Benitez lítur á klukkuna sína í leik á móti Portsmouth. Mynd/AP

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, hefur sett stefnuna á að vinna enska bikarinn nú þegar meistara- og Meistaradeildarvonir liðsins eru úr sögunni. Liverpool heimsækir Íslendingaliðið Reading á Madejski-völlinn í þriðju umferð enska bikarsins um helgina.

„Enski bikarinn hefur alltaf verið mikilvæg keppni fyrir okkur en nú þegar við erum dottnir út úr Meistaradeildinni er bikarinn orðinn mjög mjög mikilvægur fyrir okkur," sagði Rafael Benitez.

„Við vitum að við erum að fara að mæta Tottenham átta dögum síðar svo að leikmenn hafa góðan tíma til að jafna sig eftir Reading-leikinn. Við getum mætt með sterkt lið í þennan leik," sagði Benitez.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×