Sátt um eignarhald á orkufyrirtækjum – norræna leiðin 1. september 2010 06:00 Umræða um orkumál hefur verið fyrirferðarmikil í þjóðmálaumræðunni að undanförnu, ekki síst um eignarhald á orkufyrirtækjum. Sitt sýnist hverjum um þetta efni. Sumir eru þeirrar skoðunar að eignarhaldið eigi alfarið að vera í höndum opinberra aðila. Aðrir telja sjálfsagt að einkaaðilar eigi orkufyrirtækin - ríkið eigi hvergi að koma þar nærri. Minna hefur farið fyrir sáttasjónarmiðum, málamiðlunum, vangaveltum um skynsamlegar leiðir sem annars staðar hefur náðst ágætt samkomulag um. Umræður um MagmaÞessi umræða hefur kristallast í átökunum um kanadíska fyrirtækið Magma. Sú umræða hefur ekki verið þjóðinni til framdráttar eða sóma, hvorki á innlendum vettvangi né erlendum. Enginn vafi er á því að umfjöllunin hefur dregið úr áhuga erlendra fjárfesta á Íslandi. Stjórnvöld þurfa að sýna fagmennsku og vera sjálfum sér samkvæm við afgreiðslu og frágang mála af þessu tagi. En nóg um Magma.Umræðan um eignarhaldið hefur verið erfið hér á landi og einkennst af öfgum til hvorrar áttar. Aðrar þjóðir sem við lítum til hafa leyst þetta mál í ágætri sátt með eignarhaldsstefnu sem er árangursrík og í raun nær óumdeild. Nærtækast er að líta til Norðurlandanna sem hafa komið þessum málum í farsælan farveg.Noregur stendur okkur nærri í þessu efni enda þáttur orkunnar í efnahagslífinu um margt áþekkur því sem gerist hér. Norðmenn hafa í aðalatriðum valið þá leið að láta opinbera aðila vera ráðandi í helstu orkufyrirtækjum landsins. Þannig á norska ríkið og tengdir aðilar í stærsta orkufyrirtæki landsins, Statoil, en fyrirtækið er þó alfarið rekið á markaðssjónarmiðum, er skráð á hlutabréfamarkað í Noregi og í New York. Ríkið hefur hins vegar tögl og haldir í eignarhaldi fyrirtækisins. Alþjóðlegir fjárfestar, sem og norskir, hafa því greiðan aðgang að fyrirtækinu á hlutabréfamörkuðum.Sama gildir um ýmis önnur mikilvæg orkufyrirtæki í Noregi. Þannig á norska ríkið (og lífeyrissjóður ríkisins) tæplega helmingshlut í Hydro en það sem eftir stendur dreifist á margar hendur og enginn annar hluthafi á stærri en 5% hlut.Í Finnlandi á ríkið ríflega helmingshlut í Fortum, stærsta orkufyrirtæki landsins. Fortum rekur m.a. fjölmörg vatnsorkuver í Svíþjóð og Finnlandi. Félagið er skráð í NASDAQ OMX kauphöllina í Helsinki og hluthafar eru nærri hundrað þúsund talsins. Þá hefur fjárfesting útlendinga í sænska orkugeiranum vaxið hröðum skrefum undanfarin 15 ár.Við þurfum því ekki að leita langt yfir skammt að eigendastefnu sem ætti að geta náðst viðunandi sátt um. Eins og sjá má frá reynslu nágranna okkar er hún hvorki flókin né krefst sérlausna af ýmsu tagi. Stefnan felur einfaldlega í sér að ríkið ræður í höfuðatriðum ferðinni en einkaaðilum - hvaðan sem þeir koma - er velkomið að fjárfesta í umræddum fyrirtækjum að því marki að eignarhald hins opinbera þynnist ekki svo mikið að stefnu hins opinbera verði teflt í tvísýnu.Fyrirtæki í orkugeiranum og opinberir aðilar standa nú frammi fyrir fjármögnunarvanda sem m.a. má rekja til mikillar erlendrar skuldsetningar á undanförnum árum. Framangreind eigendastefna um sameiginlegt eignarhald ríkis og einkaaðila hefur það í för með sér að þörfin fyrir erlent lánsfé verður mun minni en ella og þar með er dregið úr þeirri áhættu sem óhjákvæmilega fylgir lánsfjármögnun. Erlent áhættufjármagn á þeim forsendum sem að framan eru nefndar gæti jafnframt greitt götu orkuframkvæmda sem að öðrum kosti gæti þurft að fresta enn frekar en orðið er.Gæti hentað vel á ÍslandiEnginn vafi er á því í mínum huga að norræna leiðin gæti hentað vel á Íslandi. Ef á henni yrði byggt yrði til að mynda stærsta orkufyrirtæki landsins, Landsvirkjun, breytt í hlutafélag og það skráð á hlutabréfamarkað hér á landi og t.d. á NASDAQ OMX í New York. Ríkið eða opinberir aðilar ættu helming til tvo þriðju í fyrirtækinu og réðu fyrir vikið för (Statoil fyrirmyndin). Fjárfestum um allan heim yrði boðið að koma að eignarhaldinu að þeim mörkum sem sátt næðist um að miða við. Í þessu fælist að opinberir aðilar þyrftu ekki að binda jafn gríðarlega mikið fjármagn í áhættusömum rekstri og nú er raunin. Þetta viðskiptalíkan tel ég vera eftirsóknarvert fyrir Landsvirkjun og verðskuldi gaumgæfilega skoðun. Það gæti einnig átt vel við fyrir ýmis önnur orkufyrirtæki í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Umræða um orkumál hefur verið fyrirferðarmikil í þjóðmálaumræðunni að undanförnu, ekki síst um eignarhald á orkufyrirtækjum. Sitt sýnist hverjum um þetta efni. Sumir eru þeirrar skoðunar að eignarhaldið eigi alfarið að vera í höndum opinberra aðila. Aðrir telja sjálfsagt að einkaaðilar eigi orkufyrirtækin - ríkið eigi hvergi að koma þar nærri. Minna hefur farið fyrir sáttasjónarmiðum, málamiðlunum, vangaveltum um skynsamlegar leiðir sem annars staðar hefur náðst ágætt samkomulag um. Umræður um MagmaÞessi umræða hefur kristallast í átökunum um kanadíska fyrirtækið Magma. Sú umræða hefur ekki verið þjóðinni til framdráttar eða sóma, hvorki á innlendum vettvangi né erlendum. Enginn vafi er á því að umfjöllunin hefur dregið úr áhuga erlendra fjárfesta á Íslandi. Stjórnvöld þurfa að sýna fagmennsku og vera sjálfum sér samkvæm við afgreiðslu og frágang mála af þessu tagi. En nóg um Magma.Umræðan um eignarhaldið hefur verið erfið hér á landi og einkennst af öfgum til hvorrar áttar. Aðrar þjóðir sem við lítum til hafa leyst þetta mál í ágætri sátt með eignarhaldsstefnu sem er árangursrík og í raun nær óumdeild. Nærtækast er að líta til Norðurlandanna sem hafa komið þessum málum í farsælan farveg.Noregur stendur okkur nærri í þessu efni enda þáttur orkunnar í efnahagslífinu um margt áþekkur því sem gerist hér. Norðmenn hafa í aðalatriðum valið þá leið að láta opinbera aðila vera ráðandi í helstu orkufyrirtækjum landsins. Þannig á norska ríkið og tengdir aðilar í stærsta orkufyrirtæki landsins, Statoil, en fyrirtækið er þó alfarið rekið á markaðssjónarmiðum, er skráð á hlutabréfamarkað í Noregi og í New York. Ríkið hefur hins vegar tögl og haldir í eignarhaldi fyrirtækisins. Alþjóðlegir fjárfestar, sem og norskir, hafa því greiðan aðgang að fyrirtækinu á hlutabréfamörkuðum.Sama gildir um ýmis önnur mikilvæg orkufyrirtæki í Noregi. Þannig á norska ríkið (og lífeyrissjóður ríkisins) tæplega helmingshlut í Hydro en það sem eftir stendur dreifist á margar hendur og enginn annar hluthafi á stærri en 5% hlut.Í Finnlandi á ríkið ríflega helmingshlut í Fortum, stærsta orkufyrirtæki landsins. Fortum rekur m.a. fjölmörg vatnsorkuver í Svíþjóð og Finnlandi. Félagið er skráð í NASDAQ OMX kauphöllina í Helsinki og hluthafar eru nærri hundrað þúsund talsins. Þá hefur fjárfesting útlendinga í sænska orkugeiranum vaxið hröðum skrefum undanfarin 15 ár.Við þurfum því ekki að leita langt yfir skammt að eigendastefnu sem ætti að geta náðst viðunandi sátt um. Eins og sjá má frá reynslu nágranna okkar er hún hvorki flókin né krefst sérlausna af ýmsu tagi. Stefnan felur einfaldlega í sér að ríkið ræður í höfuðatriðum ferðinni en einkaaðilum - hvaðan sem þeir koma - er velkomið að fjárfesta í umræddum fyrirtækjum að því marki að eignarhald hins opinbera þynnist ekki svo mikið að stefnu hins opinbera verði teflt í tvísýnu.Fyrirtæki í orkugeiranum og opinberir aðilar standa nú frammi fyrir fjármögnunarvanda sem m.a. má rekja til mikillar erlendrar skuldsetningar á undanförnum árum. Framangreind eigendastefna um sameiginlegt eignarhald ríkis og einkaaðila hefur það í för með sér að þörfin fyrir erlent lánsfé verður mun minni en ella og þar með er dregið úr þeirri áhættu sem óhjákvæmilega fylgir lánsfjármögnun. Erlent áhættufjármagn á þeim forsendum sem að framan eru nefndar gæti jafnframt greitt götu orkuframkvæmda sem að öðrum kosti gæti þurft að fresta enn frekar en orðið er.Gæti hentað vel á ÍslandiEnginn vafi er á því í mínum huga að norræna leiðin gæti hentað vel á Íslandi. Ef á henni yrði byggt yrði til að mynda stærsta orkufyrirtæki landsins, Landsvirkjun, breytt í hlutafélag og það skráð á hlutabréfamarkað hér á landi og t.d. á NASDAQ OMX í New York. Ríkið eða opinberir aðilar ættu helming til tvo þriðju í fyrirtækinu og réðu fyrir vikið för (Statoil fyrirmyndin). Fjárfestum um allan heim yrði boðið að koma að eignarhaldinu að þeim mörkum sem sátt næðist um að miða við. Í þessu fælist að opinberir aðilar þyrftu ekki að binda jafn gríðarlega mikið fjármagn í áhættusömum rekstri og nú er raunin. Þetta viðskiptalíkan tel ég vera eftirsóknarvert fyrir Landsvirkjun og verðskuldi gaumgæfilega skoðun. Það gæti einnig átt vel við fyrir ýmis önnur orkufyrirtæki í landinu.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar