Íslenski boltinn

Blikar aftur í annað sætið

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Hlín Gunnlaugsdóttir skoraði eina mark Breiðabliks sem lagði Aftureldingu í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Öll lið deildarinnar hafa þar með spilað fimmtán leiki.

Blikar eru þar með komnir með 32 stig og er komið aftur upp í annað sæti deildarinnar. Það er fjórum stigum á eftir Val þegar þrjár umferðir eru eftir.

Breiðablik á eftir að spila við FH og Hauka, tvö neðstu liðin, og Valsstúlkur í lokaleiknum.

Valur á eftir að spila við Aftureldingu, Grindavík og loks við Blika.

Blikar geta því mest fengið níu stig og því þarf Valur að tapa stigum gegn Aftureldingu eða Grindavík til að Blikar geti stolið af þeim titlinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×