Viðskipti innlent

HS Veitur skila hagnaði

Hs Veitur.
Hs Veitur.

135 milljón króna viðsnúningur varð á rekstri HS Veitna miðað við sama tímabil í fyrra. Hagnaður janúar til júní 2010 er 91 milljón á móti tapi fyrir sama tímabil 2009 upp á 43 milljónir.

Í tilkynningu frá HS Veitum segir að fjárhagsstaða sé sterk og horfur góðar. Eiginfjárhlutfall er nánast óbreytt, en það hækkar í 51,0 prósent lok júní en var 50,9 prósent í lok árs 2009.

Veltufjárhlutfall var í lok júní 2,16 samanborið við 4,83 í ársbyrjun. Hluthafar félagsins eru sjö, í lok júní áttu þrír hluthafa yfir 10 prósent hlut í félaginu.

Stærsti hluthafinn er Reykjanesbær sem á 66,75 prósent. Hinir eru Hafnarfjörður og Orkuveita Reykjavíkur sem eiga bæði um 15 prósent hlut í HS Veitum.

Í gær tilkynnti HS Orka, sem er í meirihlutaeigu Magma Energy, að félagið hefði tapað tveimur og hálfum milljarði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×