Fótbolti

Juventus vann AC Milan og Totti fékk rautt í sigri Roma

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Francesco Totti fær hér rauða spjaldið.
Francesco Totti fær hér rauða spjaldið. Mynd/Nordic Photos/Getty

Juventus vann 2-1 útisigur á AC Milan í ítölsku A-deildinni í kvöld og er nú aðeins tveimur situgm á eftir AC Milan í 4. sæti deildarinnar. Roma vann 2-0 sigur á Lecce í hinum leik dagsins en Francesco Totti, fyrirliði Roma, fékk að líta rauða spjaldið þrettán mínútum fyrir leikslok.

Fabio Quagliarella og Alessandro Del Piero komu Juventus í 2-0 á San Siro áður en Zlatan Ibrahimovic minnkaði muninn átta mínútum fyrir leikslok.

Nicolás Burdisso og Mirko Vucinic skoruðu mörk Roma í seinni hálfleik í sigrinum á Lecce en Roma er í 7. sætinu eftir leikinn. Vandræði fyrirliðans settu þó skugga á sigurinn.

Francesco Totti lenti saman við Ruben Olivera, leikmann Lecce, í aðdraganda seinna marksins og þeir voru báðir reknir útaf. Totti var ekki hættur því hann hljóp á eftir Olivera og virtist ætla gera út um málin á bak við tjöldin.

Totti missir af nágrannaslagnum við Lazio um næstu helgi en hann gæti einnig fengið lengra bann vegna hegðunnar sinnar eftir að hann var rekinn af velli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×