Sterkari saman Stefan Füle skrifar 9. nóvember 2010 06:00 Ísland og Evrópusambandið aðhyllast sömu grundvallargildi, lýðræði og mannréttindi, og vinna nú þegar saman að því að breiða þau út á alþjóðavettvangi. Sem framkvæmdastjóri stækkunar- og nágrannastefnu ESB fagna ég því að aðildarviðræður við Ísland séu formlega hafnar. Það hvernig Ísland hefur tekist á við afleiðingar bankahrunsins, hvort heldur sem litið er til efnahagsumbóta eða stjórnkerfisbreytinga, sýnir hversu rótgróin og sterk lýðræðishefðin á Íslandi er. Ísland og Evrópusambandið auðga hvort annað. Evrópusambandið reiðir sig nú þegar á sérfræðiþekkingu Íslendinga í málefnum Norður-Atlantshafsins og norðurskautssvæðisins, ekki síst varðandi aðferðir til að bregðast við loftslagsbreytingum. Í því efni metum við reynslu og þekkingu Íslendinga á sviði endurnýjanlegrar orku. Íslendingar gætu, með aðild að Evrópusambandinu, styrkt verulega getu sína til að takast á við þær áskoranir sem framundan eru og nýtt þau tækifæri sem munu skapast vegna breytinga á norðurslóðum. Þessu til viðbótar getur aðild að Evrópusambandinu - með markað 500 milljón neytenda og sameiginlegan gjaldmiðil - lagt grunninn að hagvexti og stöðugleika til langs tíma. Ég veit vel að íslenskt samfélag stendur frammi fyrir grundvallarákvörðun hvað varðar aðild að Evrópusambandinu. Sem tékkneskur ríkisborgari hef ég reynslu af stækkun ESB þegar land mitt gerðist aðili að Evrópusambandinu. Það ferli kallar á upplýsingamiðlun og víðtæk skoðanaskipti sem byggjast á staðreyndum og tölum fremur en á ótta eða goðsögnum. Fyrsta framvinduskýrsla framkvæmdastjórnar ESB um Ísland gefur mynd af núverandi stöðu í undirbúningi hugsanlegrar aðildar að Evrópusambandinu. Í skýrslunni er að finna greinargott yfirlit viðfangsefna sem taka þarf til athugunar í viðræðuferlinu, einkum þau sem varða fiskveiðar, landbúnað og fjármálaþjónustu. Okkur ber skylda til að vinna með opnum hug og jákvæðni að lausnum sem báðir aðilar hafa ávinning af. Í samningaviðræðunum framundan munum við taka tillit til sérstöðu Íslands og væntinga og standa um leið vörð um grundvallarreglur Evrópusambandsins. Nú þegar komið er að mikilvægum áfanga aðildarviðræðnanna mun samstarf okkar aukast enn frekar. Næstu vikur og mánuði koma sérfræðingar frá Íslandi og framkvæmdastjórninni saman og meta þann mun sem er á löggjöf okkar. Því næst ræðum við hvernig og hvenær við fjöllum um útistandandi atriði og hefjum að því loknu eiginlegar samningaviðræður um einstaka kafla. Miklu skiptir að Íslendingar séu virkir þátttakendur í umræðunni um aðild að Evrópusambandinu svo að þeir geti sjálfir tekið ákvörðun varðandi framtíðarstefnu þjóðar sinnar. Þróttmiklar og markvissar umræður í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu eru fyrst og fremst á ábyrgð íslenskra stjórnmálamanna og Íslendinga sjálfra. Ég er ætíð reiðubúinn að leggja mitt af mörkum til umræðunnar. Ég er sannfærður um að vel undirbúin ákvörðun um aðild að Evrópusambandinu, sem fengið hefur ítarlega umræðu, er ávinningur fyrir báða aðila. Þetta markmið er ofarlega á dagskrá minni. Ég er sannfærður um að Ísland og Evrópusambandið eiga svo margt sameiginlegt að þau komast betur af saman en sitt í hvoru lagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland og Evrópusambandið aðhyllast sömu grundvallargildi, lýðræði og mannréttindi, og vinna nú þegar saman að því að breiða þau út á alþjóðavettvangi. Sem framkvæmdastjóri stækkunar- og nágrannastefnu ESB fagna ég því að aðildarviðræður við Ísland séu formlega hafnar. Það hvernig Ísland hefur tekist á við afleiðingar bankahrunsins, hvort heldur sem litið er til efnahagsumbóta eða stjórnkerfisbreytinga, sýnir hversu rótgróin og sterk lýðræðishefðin á Íslandi er. Ísland og Evrópusambandið auðga hvort annað. Evrópusambandið reiðir sig nú þegar á sérfræðiþekkingu Íslendinga í málefnum Norður-Atlantshafsins og norðurskautssvæðisins, ekki síst varðandi aðferðir til að bregðast við loftslagsbreytingum. Í því efni metum við reynslu og þekkingu Íslendinga á sviði endurnýjanlegrar orku. Íslendingar gætu, með aðild að Evrópusambandinu, styrkt verulega getu sína til að takast á við þær áskoranir sem framundan eru og nýtt þau tækifæri sem munu skapast vegna breytinga á norðurslóðum. Þessu til viðbótar getur aðild að Evrópusambandinu - með markað 500 milljón neytenda og sameiginlegan gjaldmiðil - lagt grunninn að hagvexti og stöðugleika til langs tíma. Ég veit vel að íslenskt samfélag stendur frammi fyrir grundvallarákvörðun hvað varðar aðild að Evrópusambandinu. Sem tékkneskur ríkisborgari hef ég reynslu af stækkun ESB þegar land mitt gerðist aðili að Evrópusambandinu. Það ferli kallar á upplýsingamiðlun og víðtæk skoðanaskipti sem byggjast á staðreyndum og tölum fremur en á ótta eða goðsögnum. Fyrsta framvinduskýrsla framkvæmdastjórnar ESB um Ísland gefur mynd af núverandi stöðu í undirbúningi hugsanlegrar aðildar að Evrópusambandinu. Í skýrslunni er að finna greinargott yfirlit viðfangsefna sem taka þarf til athugunar í viðræðuferlinu, einkum þau sem varða fiskveiðar, landbúnað og fjármálaþjónustu. Okkur ber skylda til að vinna með opnum hug og jákvæðni að lausnum sem báðir aðilar hafa ávinning af. Í samningaviðræðunum framundan munum við taka tillit til sérstöðu Íslands og væntinga og standa um leið vörð um grundvallarreglur Evrópusambandsins. Nú þegar komið er að mikilvægum áfanga aðildarviðræðnanna mun samstarf okkar aukast enn frekar. Næstu vikur og mánuði koma sérfræðingar frá Íslandi og framkvæmdastjórninni saman og meta þann mun sem er á löggjöf okkar. Því næst ræðum við hvernig og hvenær við fjöllum um útistandandi atriði og hefjum að því loknu eiginlegar samningaviðræður um einstaka kafla. Miklu skiptir að Íslendingar séu virkir þátttakendur í umræðunni um aðild að Evrópusambandinu svo að þeir geti sjálfir tekið ákvörðun varðandi framtíðarstefnu þjóðar sinnar. Þróttmiklar og markvissar umræður í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu eru fyrst og fremst á ábyrgð íslenskra stjórnmálamanna og Íslendinga sjálfra. Ég er ætíð reiðubúinn að leggja mitt af mörkum til umræðunnar. Ég er sannfærður um að vel undirbúin ákvörðun um aðild að Evrópusambandinu, sem fengið hefur ítarlega umræðu, er ávinningur fyrir báða aðila. Þetta markmið er ofarlega á dagskrá minni. Ég er sannfærður um að Ísland og Evrópusambandið eiga svo margt sameiginlegt að þau komast betur af saman en sitt í hvoru lagi.
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar