Innlent

Skilur milli feigs og ófeigs

Björgunartækjum sem ætluð eru til að bjarga fólki sem fellur í sjóinn á hafnarsvæði Sauðárkróks var stolið nýverið. Fram kemur á fréttavefnum Feyki að búnaðurinn geti skilið milli feigs og ófeigs detti fólk í sjóinn.

Stolið var björgunarhring og svokölluðu Markúsarneti sem skylda er að hafa með stuttu millibili við hafnir landsins til að bjarga fólki úr lífsháska. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var tilkynnt um stuldinn um helgina og er málið í rannsókn. - bj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×