Enski boltinn

Cesc Fabregas: Orðinn hundrað prósent góður af meiðslunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cesc Fabregas meiddist á móti Aston Villa.
Cesc Fabregas meiddist á móti Aston Villa. Mynd/AFP

Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, er búinn að ná sér af meiðslunum sem hann varð fyrir eftir ógleymanlega innkomu sína í leik Arsenal og Aston Villa á dögunum.

Fabregas kom þá inn á sem varamaður og skoraði tvö fyrstu mörkin í 3-0 sigri en meiddist aftan í læri um leið og hann skoraði seinna markið. Spánverjinn snjalli hefur síðan misst af þremur leikjum Arsenal í röð.

„Ég er orðinn hundrað prósent góður af meiðslunum," sagði Cesc Fabregas við Sporting Life og hann verður því örugglega með Arsenal-liðinu á móti Bolton á sunnudaginn.

Cesc Fabregas hefur skorað 9 mörk og gefið 12 stoðsendingar í 16 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og Arsenal hefur skorað 38 mörk (2,4 í leik) og náði í 35 af 48 mögulegum stigum í þeim (73 prósent).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×