Körfubolti

Páll Kolbeinsson: Ekki fallegur körfubolti heldur bara blóðug barátta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Páll Kolbeinsson, þjálfari KR.
Páll Kolbeinsson, þjálfari KR.
Páll Kolbeinsson, þjálfari KR var sáttur eftir frábæran baráttusigur sinna manna í Stykkishólmi í kvöld en þetta var þriðji sigur liðsins í Fjárhúsinu í Hólminum á síðustu fjórum vikum.

„Við kláruðum þennan leik en við vorum ekki að gera það um daginn. Þá voru við ekki að setja niður mikilvæg skot í lokin en þeir gerðu það. Við gerðum það í kvöld og stjórnuðum þessum leik meira eða minna í seinni hálfleik. Þetta var ekki fallegur körfubolti því þetta er bara blóðug barátta. Menn eru að kljást frá upphafi til enda," sagði Páll Kolbeinsson, þjálfari KR í viðtali við Arnar Björnsson á Stöð 2 Sport eftir leikinn í kvöld.

„Þetta var ekki fallegur körfubolti því þetta er bara blóðug barátta. Menn eru að kljást frá upphafi til enda. Þetta er kannski ekki fallegur körfubolti en mér fannst hann skemmtilegur og mér fannst allt í lagi að sjá menn slást," sagði Páll

„Ég ætlaði ekki að fara í sumarfrí strax. Við eigum einn heimaleik eftir og við ætlum að taka hann. Það eru kominn tími á að vinna einn leik heima í þessari seríu. Við þurfum að vanda okkur betur í sókninni og nýta mannskapinn betur," sagði Páll.

KR er á heimavelli á móti Snæfelli í oddaleiknum sem fer fram á fimmtudaginn kemur.

„Þetta er bara oddaleikur og verður skemmtilegt. Ég átti alveg von á þessu og sagði það í einhverju viðtali fyrir einvígið. Ég var ekki viss um að það myndi gerast þannig að við myndu vinna tvo útileiki og þeir myndu vinna tvisvar hjá okkur. Þetta er bara hörkubarátta," sagði Páll.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×