Handbolti

Þorbjörn Jensson: Ólafur er betri en bæði Logi og Aron

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Guðmundsson er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót.
Ólafur Guðmundsson er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót. Mynd/Stefán
Þorbjörn Jensson, fyrrum landsliðsþjálfari, var gestur Morgunútvarps Rásar 2 í morgun og tjáði sig um íslenska handboltalandsliðið sem er á leiðinni á EM í Austurríki. Þorbjörn sagðist hafa vera mjög ánægður með að sjá FH-inginn Ólaf Guðmundsson í hópnum.

„Ég held að Gummi hafi gert hárrétt með því að taka Ólaf Guðmundsson með. Mér finnst persónulega hann vera betri en bæði Logi og Aron. Ég hefði til dæmis tekið hann umfram þá báða," sagði Þorbjörn sem þjálfaði íslenska landsliðið frá 1995 til 2001.

„Mér hefur fundist Ólafur alltaf hafa verið mjög efnilegur og það sem hann hefur umfram hina tvo er að hann getur spilað vörn. Hinir tveir geta ekki spilað vörn," rökstuddi Þorbjörn.

Sigurður Valur Sveinsson var einnig gestur Morgunútvarps Rásar 2 en hann vildi ekki alveg taka undir skoðun Þorbjarnar.

„Það kom kannski á óvart að hann hafi valið Ólaf þegar hann var búinn að vera með Sigurberg Sveinsson úr Haukum í liðinu. Þetta eru tveir af efnilegustu leikmönnum Íslands en ég er ekki sammála Þorbirni að Ólafur sé betri en Logi og þeir ennþá. Hann er samt gríðarlega efnilegur," sagði Sigurður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×