Þróun námsefnis fyrir nemendur í brottfallshættu Björn M. Sigurjónsson skrifar 1. júlí 2010 05:00 Undanfarin tvö ár hafa þrír framhaldskólar á Íslandi, einn í Frakklandi og einn á Spáni þróað námsefni í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum með styrk Leónardó da Vinci starfsmenntaáætlunar Evrópusambandsins. Verkefnið nefnist SOFIA og snýst um að ná til nemenda í brottfallshættu með nýrri nálgun við gerð námsefnis. Þátttökuskólarnir eru Borgarholtsskóli, Flensborgarskóli, Tækniskólinn, CNA-CEFAG margmiðlunarskólinn í París og Iðntæknistofnun Aragón á Spáni. IÐAN fræðslusetur stýrir verkefninu. Fjöldi nemenda sem falla brott úr námi er mikið áhyggjuefni hérlendis. Skýrslur OECD sýna að brottfall er hærra hérlendis en í öðrum Evrópulöndum. Nokkuð hefur áunnist í greiningu á orsökum brottfalls og nú hafa yfir 70 framhaldsskólar og grunnskólar tekið upp greiningartæki til að auðkenna og styðja nemendur í brottfallshættu. Fleiri verkefni miða að stuðningi við brottfallsnemendur.Allir eru sammála um að brottfall nemenda úr framhaldsskólum sé alvarlegt vandamál sem brýnt sé að vinna bug á. Rannsóknir sýna að það sem fer fram í kennslu er ein orsök þess að nemendur finna sig ekki í námi. Það er því eðlilegt að draga þá ályktun að námsefni sem höfðar til einstaklinga í brottfallshættu sé líklegt til að auka áhuga nemenda á námi og draga úr brottfalli. Aðferðafræði SOFIA verkefnisinsMarkmið SOFIA verkefnisins er að þróa námsefni sem höfðar til nemenda í brottfallshættu. Við hönnun námsins er viðfangsefni nemandans skipt niður í ákveðna flokka. Smæsta eining náms kallast innlögn. Nokkrar innlagnir mynda stund, oft er miðað við að í einni kennslustund séu nokkrar innlagnir. Nokkrar stundir mynda lotu sem segja má að taki e.t.v. 2-3 vikur að læra. Nokkrar lotur mynda áfanga sem algengt er að spanni eina önn í framhaldsskóla. Innlögnin er þannig úr garði gerð að þegar nemandinn hefur tileinkað sér færnina sem ætlunin er að kenna í innlögninni tekur hann próf, sannar færnina og færist yfir á næsta „borð". Í einni stund er því hægt að færast upp um nokkur „borð" líkt og í tölvuleik. Kennari getur svo raðað saman stundum og innlögnum eftir þörfum nemandans. Lykillinn að því að ná til brottfallshópsins er að kerfið sem heldur utan um námsframvindu hvers einstaklings geti lagað sig að einstaklingsbundnum forsendum hvers nemanda. Það er ekki raunhæft að sinna einstaklingsbundnum forsendum nemenda nema kennarinn geti haldið utan um jafnstóran hóp með sama tilkostnaði og í „hefðbundinni" kennslu. Áskorun SOFIA verkefnisins er því að finna hagkvæma og raunhæfa lausn sem gerir kennurum kleift að sinna námsframvindu stórra nemendahópa á forsendum hvers nemanda. Í SOFIA verkefninu var þróað sérstakt nemendaumsjónarkerfi (SCORM) sem gerir þetta kleift. Upplýsinga og fjölmiðlagreinar henta sérstaklega vel í verkefni af þessu tagi. Nám í umbroti, myndvinnslu, hreyfimyndagerð og tæknivinnslu fyrir fjölmiðla felst að miklu leyti í færni í notkun tölvuforrita. Námsumhverfið er því hið sama og starfsumhverfið sem bíður nemandans þegar hann heldur út á vinnumarkaðinn með nýja færni. Aðferðafræði SOFIA verkefnisins var þróuð í París þar sem skólar glímdu við gríðarlegt brottfall nemenda af svokallaðri þriðju kynslóð innflytjenda. Stór hópur ungmenna náði ekki fótfestu í skólakerfinu, þeir höfðu enga færni og þvældust reiðir um göturnar, fullir höfnunar og fyrirlitningar á samfélaginu. CNA CEFAG skólinn í París hóf að þróa námsefni sem höfðað gæti til þessa hóps og upp úr því spratt SOFIA verkefnið. Nám CNA CEFAG er nú hluti af franska starfsmenntakerfinu þar sem nemendur ljúka fyrst starfsmenntun á þremur árum í grafískri miðlun eða vefmiðlun, en þá tekur við tveggja ára diplóma nám sem lýkur á fjórða námsþrepi (háskólastigi). Í raun má telja það einstakt afrek að koma hópi nemenda, sem skólakerfið hefur hafnað, í gegnum flókið nám og skila þeim út í lífið með færni sem gagnast þeim til að framfleyta sér hvar sem er í Evrópu. „Bestun“ kennslustundaÞátttakendur í SOFIA verkefninu hafa tileinkað sér önnur vinnubrögð við þróun námsefnis en áður hafa tíðkast hérlendis. Í CNA CEFAG er námsefnið þróað af hópi sérfræðinga. Hópurinn samanstendur af áfangastjóra, námsefnissérfræðingi, handritshöfundi námsefnis, tæknimanni, hreyfimyndasérfræðingi (animator) og kennara eða umsjónarmanni námskeiðs. Þegar nokkrir skólar þróa námsefni á þennan hátt myndast vettvangur til að skiptast á námsefni og þannig næst hagkvæmni við námsefnisgerðina eða ákveðin „bestun". Þessa aðferðafræði sem byggir á hópvinnu má telja nýjung hérlendis þó tilraunir í þessa átt hafi verið reyndar. Í sumum fögum eru til handrit að kennslustundum eða leiðbeiningar sem eru samnýttar en í öðrum fögum er því ekki að heilsa. Hugmynd SOFIA verkefnisins er að námsefnið, handritin að kennslustundunum og stafræn útfærsla námsins komist í frjálst flæði þar sem kennarar hafa kost á því að „besta" efnið með eigin innleggi, skila því áfram og samnýta krafta hvers annars. Verkefnið snýst um að innleiða þessa aðferðafræði og læra að þróa námsefni fyrir nemendur í brottfallshættu. SOFIA verkefninu lýkur nú í október 2010 og má vænta ítarlegra kynninga meðal fagaðila í kennslu á haustmánuðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ofhugsanir: orsök & afleiðing Sara Pálsdóttir Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Undanfarin tvö ár hafa þrír framhaldskólar á Íslandi, einn í Frakklandi og einn á Spáni þróað námsefni í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum með styrk Leónardó da Vinci starfsmenntaáætlunar Evrópusambandsins. Verkefnið nefnist SOFIA og snýst um að ná til nemenda í brottfallshættu með nýrri nálgun við gerð námsefnis. Þátttökuskólarnir eru Borgarholtsskóli, Flensborgarskóli, Tækniskólinn, CNA-CEFAG margmiðlunarskólinn í París og Iðntæknistofnun Aragón á Spáni. IÐAN fræðslusetur stýrir verkefninu. Fjöldi nemenda sem falla brott úr námi er mikið áhyggjuefni hérlendis. Skýrslur OECD sýna að brottfall er hærra hérlendis en í öðrum Evrópulöndum. Nokkuð hefur áunnist í greiningu á orsökum brottfalls og nú hafa yfir 70 framhaldsskólar og grunnskólar tekið upp greiningartæki til að auðkenna og styðja nemendur í brottfallshættu. Fleiri verkefni miða að stuðningi við brottfallsnemendur.Allir eru sammála um að brottfall nemenda úr framhaldsskólum sé alvarlegt vandamál sem brýnt sé að vinna bug á. Rannsóknir sýna að það sem fer fram í kennslu er ein orsök þess að nemendur finna sig ekki í námi. Það er því eðlilegt að draga þá ályktun að námsefni sem höfðar til einstaklinga í brottfallshættu sé líklegt til að auka áhuga nemenda á námi og draga úr brottfalli. Aðferðafræði SOFIA verkefnisinsMarkmið SOFIA verkefnisins er að þróa námsefni sem höfðar til nemenda í brottfallshættu. Við hönnun námsins er viðfangsefni nemandans skipt niður í ákveðna flokka. Smæsta eining náms kallast innlögn. Nokkrar innlagnir mynda stund, oft er miðað við að í einni kennslustund séu nokkrar innlagnir. Nokkrar stundir mynda lotu sem segja má að taki e.t.v. 2-3 vikur að læra. Nokkrar lotur mynda áfanga sem algengt er að spanni eina önn í framhaldsskóla. Innlögnin er þannig úr garði gerð að þegar nemandinn hefur tileinkað sér færnina sem ætlunin er að kenna í innlögninni tekur hann próf, sannar færnina og færist yfir á næsta „borð". Í einni stund er því hægt að færast upp um nokkur „borð" líkt og í tölvuleik. Kennari getur svo raðað saman stundum og innlögnum eftir þörfum nemandans. Lykillinn að því að ná til brottfallshópsins er að kerfið sem heldur utan um námsframvindu hvers einstaklings geti lagað sig að einstaklingsbundnum forsendum hvers nemanda. Það er ekki raunhæft að sinna einstaklingsbundnum forsendum nemenda nema kennarinn geti haldið utan um jafnstóran hóp með sama tilkostnaði og í „hefðbundinni" kennslu. Áskorun SOFIA verkefnisins er því að finna hagkvæma og raunhæfa lausn sem gerir kennurum kleift að sinna námsframvindu stórra nemendahópa á forsendum hvers nemanda. Í SOFIA verkefninu var þróað sérstakt nemendaumsjónarkerfi (SCORM) sem gerir þetta kleift. Upplýsinga og fjölmiðlagreinar henta sérstaklega vel í verkefni af þessu tagi. Nám í umbroti, myndvinnslu, hreyfimyndagerð og tæknivinnslu fyrir fjölmiðla felst að miklu leyti í færni í notkun tölvuforrita. Námsumhverfið er því hið sama og starfsumhverfið sem bíður nemandans þegar hann heldur út á vinnumarkaðinn með nýja færni. Aðferðafræði SOFIA verkefnisins var þróuð í París þar sem skólar glímdu við gríðarlegt brottfall nemenda af svokallaðri þriðju kynslóð innflytjenda. Stór hópur ungmenna náði ekki fótfestu í skólakerfinu, þeir höfðu enga færni og þvældust reiðir um göturnar, fullir höfnunar og fyrirlitningar á samfélaginu. CNA CEFAG skólinn í París hóf að þróa námsefni sem höfðað gæti til þessa hóps og upp úr því spratt SOFIA verkefnið. Nám CNA CEFAG er nú hluti af franska starfsmenntakerfinu þar sem nemendur ljúka fyrst starfsmenntun á þremur árum í grafískri miðlun eða vefmiðlun, en þá tekur við tveggja ára diplóma nám sem lýkur á fjórða námsþrepi (háskólastigi). Í raun má telja það einstakt afrek að koma hópi nemenda, sem skólakerfið hefur hafnað, í gegnum flókið nám og skila þeim út í lífið með færni sem gagnast þeim til að framfleyta sér hvar sem er í Evrópu. „Bestun“ kennslustundaÞátttakendur í SOFIA verkefninu hafa tileinkað sér önnur vinnubrögð við þróun námsefnis en áður hafa tíðkast hérlendis. Í CNA CEFAG er námsefnið þróað af hópi sérfræðinga. Hópurinn samanstendur af áfangastjóra, námsefnissérfræðingi, handritshöfundi námsefnis, tæknimanni, hreyfimyndasérfræðingi (animator) og kennara eða umsjónarmanni námskeiðs. Þegar nokkrir skólar þróa námsefni á þennan hátt myndast vettvangur til að skiptast á námsefni og þannig næst hagkvæmni við námsefnisgerðina eða ákveðin „bestun". Þessa aðferðafræði sem byggir á hópvinnu má telja nýjung hérlendis þó tilraunir í þessa átt hafi verið reyndar. Í sumum fögum eru til handrit að kennslustundum eða leiðbeiningar sem eru samnýttar en í öðrum fögum er því ekki að heilsa. Hugmynd SOFIA verkefnisins er að námsefnið, handritin að kennslustundunum og stafræn útfærsla námsins komist í frjálst flæði þar sem kennarar hafa kost á því að „besta" efnið með eigin innleggi, skila því áfram og samnýta krafta hvers annars. Verkefnið snýst um að innleiða þessa aðferðafræði og læra að þróa námsefni fyrir nemendur í brottfallshættu. SOFIA verkefninu lýkur nú í október 2010 og má vænta ítarlegra kynninga meðal fagaðila í kennslu á haustmánuðum.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar