Enski boltinn

Enskur almúgi vill Joe Hart í markið

Elvar Geir Magnússon skrifar
Joe Hart er samningsbundinn Manchester City en lék með Birmingham á síðustu leiktíð á Englandi.
Joe Hart er samningsbundinn Manchester City en lék með Birmingham á síðustu leiktíð á Englandi.

Markvörðurinn Robert Green gerði sig sekan um skelfileg mistök í viðureign Englands og Bandaríkjanna í gær. Margir Englendingar kalla eftir því að Green missi sæti sitt.

England tók þrjá markverði með til Suður-Afríku en auk Green eru það þeir Joe Hart og David James.

Á vefsíðu götublaðsins The Sun er í gangi skoðanakönnun þar sem spurt er hver eigi að verja mark Englands. Tæplega helmingur þeirra sem hefur kosið vill að Joe Hart fái tækifærið þrátt fyrir að hafa minnstu reynsluna af þeim þremur.

Green og James skipta svo hinum atkvæðunum nokkuð bróðurlega á milli sín en sá síðarnefndi hefur verið þekktur fyrir að fá á sig brosleg mörk í gegnum tíðina.

Atkvæðin skiptast svona:

Joe Hart 46%

David James 28%

Robert Green 27%




Fleiri fréttir

Sjá meira


×