Körfubolti

Lárus Jónsson valdi að fara í Njarðvík frekar en í Hamar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lárus Jónsson í bikaúrslitaleiknum 2007.
Lárus Jónsson í bikaúrslitaleiknum 2007.

Leikstjórnandinn Lárus Jónsson hefur ákveðið að spila með Njarðvík í Iceland Express deild karla á næsta tímabili en hann er að koma aftur heim til Íslands eftir nám erlendis. Þetta kom á karfan.is.

Njarðvík og hans gamla lið, Hamar, vildu fá Lárus til sín en hann valdi það að fara til Sigurðar Ingimundarsonar í Njarðvík og gera þar eins árs samning.

"Mig langaði að spila með liði sem á möguleika að vinna titla. Svo átti Sigurður þjálfari einnig stóran þátt í þessu en hann er líkast til einn besti þjálfari landsins sem stendur," sagði Lárus í samtali við Karfan.is

Lárus er annar leikjahæsti leikmaður Hamars frá upphafi í úrvalsdeild og sá sem hefur gefið flestar stoðsendingar í sögu félagsins. Lárus hefur einnig leikið eitt tímabili með KR (2004-05) og eitt tímabil með Fjölni (2005-06) í úrvalsdeildinni.

Lárus var með 8,5 stig og 6,5 stoðsendingar að meðaltali í leik þegar hann lék síðast í Iceland Express deildinni með Hamar veturinn 2007-2008.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×