Viðskipti erlent

Coca-Cola er enn besta og verðmætasta vörumerkið

Coca-Cola heldur enn stöðu sinni sem besta og verðmætasta vörumerki heimsins, ellefta árið í röð. Þetta kemur fram í árlegri könnun sem Business Week og Interbrand standa að.

Verðmæti vörumerkisins hefur samt sem áður dalað um 5% frá því í fyrra og veldur því einkum aukin samkeppni frá Pepsi, aðalkeppinaut Coca-Cola á gosdrykkjamarkaðinum.

Á eftir Coca-Cola koma svo Microsoft, IBM og Google sem verðmætustu vörumerki heimsins.

Vörumerkið Coca-Cola eitt og sér er talið 70 milljón dollara, eða hátt í 8 milljarða kr. virði. Til samaburðar er Apple talið 21 milljóna dollara virði.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×