Fótbolti

Drogba býst við miklu tilfinningaflóði í Marseille

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Didier Drogba.
Didier Drogba. Mynd/AP
Didier Drogba ætlar ekki að láta tilfinngingarnar bera sig ofurliði á morgun en viðurkennir það þó að það gæti orðið erfitt þegar hann heimsækir sitt gamla félag í Marseille í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Didier Drogba varð Evrópumeistari félagasliða með Marseille vorið 2004 og viðurkenndi það á sínum að hann hefði viljað klára ferilinn hjá franska félaginu í staðinn fyrir að fara til Chelsea seinna um sumarið. Drogba skoraði 32 mörk í 55 leikjum í öllum keppnum á sínu eina tímabili með Marseille.

„Ég ætla reyna að láta minningarnar ekki ná tökum á mér. Það verður erfitt en þetta verður í lagi," sagði Drogba í viðtali við heimasíðu Olympique Marseille. Það hefur lítið gengið hjá Drogba að undanförnu en hann er aðeins búinn að skora tvö mörk í opnum leik síðan í ágúst.

Didier Drogba.Mynd/AP
„Ég ætla að halda haus en ég býst samt við miklu tilfinningaflóði því allar minningarnar munu örugglega hrúast yfir mig. Þetta er skrýtið því ég hef aldrei verið í svona aðstöðu áður," sagði Drogba.

Leikurinn skiptir samt ekki miklu máli fyrir liðin því bæði Marseille og Chelsea hafa tryggt sér sæti í sextán liða úrslitunum og Chelsea er öruggt með sigurinn í riðlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×