Viðskipti innlent

Íslendingar léttari í lundu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það er mun léttara yfir Íslendingum en áður.
Það er mun léttara yfir Íslendingum en áður.
Væntingar Íslendinga hafa ekki verið eins miklar og nú frá bankahruni, ef marka má Væntingavísitölu Gallup sem birt var um hádegisbilið í gær.

Vísitalan mælir væntingar neytenda til efnahags- og atvinnulífsins. Þegar vísitalan er undir 100 stigum eru fleiri neytendur svartsýnir en bjartsýnir. Vísitalan mælist nú 67 stig en hefur að meðaltali mælst um 40 stig frá bankahruni.

Greining Íslandsbanka segir í Morgunkorni að það aé augljóslega mun bjartara yfir landanum nú en undanfarin misseri. Það komi ekki á óvart enda bendi margt til þess að botninum á kreppunni sé náð. Þannig hafi staða vinnumarkaðarins færst til betri vegar undanfarið, verðbólga hjaðnað, krónan styrkst, vextir lækkað og kaupmáttur launa aukist.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×