Viðskipti innlent

BNT samstæðan skuldar 60 milljarða

BNT-samstæðan, sem á N1 hf. og fasteignafélagið Umtak, skuldar að minnsta kosti um 60 milljarða króna, samkvæmt síðustu birtu efnahagsreikningum félaganna.

Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag. Þar segir að móðurfélagið BNT skuldaði 9,5 milljarða króna, að mestu í erlendum gjaldmiðlum, í lok árs 2007. Félagið hefur hvorki birt ársreikninga fyrir árin 2008 né 2009.

N1 skuldaði 19,3 milljarða króna í lok júní síðastliðins og skuldir Umtaks námu 27,2 milljörðum króna um síðustu áramót. Hluti lána BNT eru þegar gjaldfallin, lán til Umtaks féllu nýverið í gjalddaga og stór skuldabréfaflokkur N1 er á gjalddaga í maí á næsta ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×