Erlent

Segist ekki hafa misnotað pilta

eddie long
Eddie Long faðmar meðlim kirkjunnar sinnar. Presturinn hefur neitað ásökunum um að hafa misnotað fjóra unga menn.
mynd/aP
eddie long Eddie Long faðmar meðlim kirkjunnar sinnar. Presturinn hefur neitað ásökunum um að hafa misnotað fjóra unga menn. mynd/aP

Presturinn Eddie Long frá Georgíu í Bandaríkjunum hefur neitað ásökunum um að hafa misnotað fjóra unga menn kynferðislega og lokkað þá til sín með gjöfum.

Long ætlar að halda áfram að stjórna baptistakirkju sinni.

„Ég hef aldrei litið á mig sem fullkominn mann en ég er ekki þessi náungi sem sjónvarpið telur mig vera,“ sagði Long í ræðu sem hann hélt fyrir troðfullri kirkju í Georgíu.

Long er fjögurra barna faðir sem hefur verið andvígur hjónaböndum samkynhneigðra. Á síðustu tuttugu árum hefur hann fest sig í sessi sem einn áhrifamesti sjálfstæði kirkjuleiðtogi Bandaríkjanna. Mál hans hefur vakið mikla athygli vestanhafs.- fb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×