Tími gerjunar 23. júní 2010 05:45 Eftir hið margumtalaða efnahagshrun hér á landi tekur við tími gerjunar. Gerjun er óvissa, eitthvað er að fæðast sem ekki er ljóst hvað úr verður. Slíkir tímar eru spennandi, stundum fálmkenndir en góðar hugmyndir koma gjarnan fram sem hægt er að byggja á. Menn þreifa sig áfram og þessi gerjunartími hjá okkur ætti að vera öllum tækifæri til að endurmeta vinnubrögð og leyfa nýjum hugmyndum að njóta sín. Líka að ræða í þaula það sem hefur verið nefnt til umbóta en ekki enn krufið nægjanlega. Þegar boðað hefur verið til stjórnlagaþings sem setja á lýðveldinu nýja stjórnarskrá, þyrfti almenn umræða að verða í samfélaginu um það hvernig hún eigi að vera. Hugmynd er um þjóðfund þúsund manna sem taki efni varðandi þingið til umræðu og leggi tillögur inn á stjórnlagaþingið. Þessi fundur á því að verða nokkurs konar kögunarhóll þaðan sem útsýn á að vera til allra átta. Hér hefur verið þingræði frá 1904 þegar við fengum ráðherra sem sat á Alþingi og bar ábyrgð gerða sinna gagnvart því. Á síðustu áratugum hefur vald ráðherra yfir þinginu keyrt úr hófi fram svo að það jafnvægi sem á að vera með löggjafarvaldi og framkvæmdarvaldi er gengið úr skorðum. Þingið hefur orðið þing ráðherranna, sem láta semja næstum öll frumvörpin og þingmannafrumvörpum fækkar stöðugt. Vald ríkisstjórnar yfir þingi kemur mjög í veg fyrir samvinnu þingmanna þvert á flokka. Öll þessi skipting í stjórn og stjórnarandstöðu er úreld í mörgum málum þó að hún hverfi aldrei enda hugmyndir um hvert stefna beri alltaf ólíkar að einhverju leyti, einnig hagsmunir. Sameiginlegt verkefni þingsins er að setja lög og Alþingi ætti að koma að því eins og best er á góðum vinnustöðum: með samvinnu þeirra sem vinna að verkefninu. Hið lága mat almennings á Alþingi er áreiðanlega mikið til komið vegna þess að þar er ekki unnið eins og á almennum vinnustöðum. Síðasta dæmið var að hrúga inn frumvörpum í þinglok sem geta ekki komið á dagskrá og ríkisstjórn skuldar þjóðinni skýringar á slíku háttalagi. Á hvaða vinnustað þætti það sæmandi að biðja starfsmenn að leysa verkefni á nokkrum dögum rétt fyrir sumarhlé en sem tæki minnst mánuð að leysa? Hvernig á þá að velja ríkisstjórn verði hún ekki til úr þingmönnum upp úr kosningum? Hugsa má sér að hún verði kosin sérstaklega til fjögurra ára og sæti ekki á Alþingi. Hópur manna kemur sér saman um stefnuskrá og býður sig fram til ríkisstjórnar á þeim grundvelli. Þeir bæru því ábyrgð gerða sinna gagnvart kjósendum og reyndar Alþingi líka þar sem ríkisstjórn á að framkvæma lögin. Þeir skiptu með sér verkum og veldu forsætisráðherra úr sínum röðum. Þá væri eðlilegt að tíu af hverjum hundrað kjósendum gætu krafist þjóðaratkvæðis um stjórnina litu þeir svo á að ríkisstjórn hefði ekki framfylgt stefnu sinni í veigamiklum málum. Þetta virðist eðlilegra og betur í samræmi við óskir fólks um nýtt Ísland en ef aðeins forsætisráðherra yrði kosinn sérstaklega og hann veldi síðan ráðherra án kosninga. Væri þessi leið farin hlyti hún að breyta verulega stöðu forseta Íslands. Hann hefði ekki lengur hlutverk við myndun ríkisstjórnar. Þar sem embættið virðist hafa glatað þeirri mynd í huga þjóðarinnar að vera sameiningartákn kæmi vel til greina að Alþingi veldi forseta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Eftir hið margumtalaða efnahagshrun hér á landi tekur við tími gerjunar. Gerjun er óvissa, eitthvað er að fæðast sem ekki er ljóst hvað úr verður. Slíkir tímar eru spennandi, stundum fálmkenndir en góðar hugmyndir koma gjarnan fram sem hægt er að byggja á. Menn þreifa sig áfram og þessi gerjunartími hjá okkur ætti að vera öllum tækifæri til að endurmeta vinnubrögð og leyfa nýjum hugmyndum að njóta sín. Líka að ræða í þaula það sem hefur verið nefnt til umbóta en ekki enn krufið nægjanlega. Þegar boðað hefur verið til stjórnlagaþings sem setja á lýðveldinu nýja stjórnarskrá, þyrfti almenn umræða að verða í samfélaginu um það hvernig hún eigi að vera. Hugmynd er um þjóðfund þúsund manna sem taki efni varðandi þingið til umræðu og leggi tillögur inn á stjórnlagaþingið. Þessi fundur á því að verða nokkurs konar kögunarhóll þaðan sem útsýn á að vera til allra átta. Hér hefur verið þingræði frá 1904 þegar við fengum ráðherra sem sat á Alþingi og bar ábyrgð gerða sinna gagnvart því. Á síðustu áratugum hefur vald ráðherra yfir þinginu keyrt úr hófi fram svo að það jafnvægi sem á að vera með löggjafarvaldi og framkvæmdarvaldi er gengið úr skorðum. Þingið hefur orðið þing ráðherranna, sem láta semja næstum öll frumvörpin og þingmannafrumvörpum fækkar stöðugt. Vald ríkisstjórnar yfir þingi kemur mjög í veg fyrir samvinnu þingmanna þvert á flokka. Öll þessi skipting í stjórn og stjórnarandstöðu er úreld í mörgum málum þó að hún hverfi aldrei enda hugmyndir um hvert stefna beri alltaf ólíkar að einhverju leyti, einnig hagsmunir. Sameiginlegt verkefni þingsins er að setja lög og Alþingi ætti að koma að því eins og best er á góðum vinnustöðum: með samvinnu þeirra sem vinna að verkefninu. Hið lága mat almennings á Alþingi er áreiðanlega mikið til komið vegna þess að þar er ekki unnið eins og á almennum vinnustöðum. Síðasta dæmið var að hrúga inn frumvörpum í þinglok sem geta ekki komið á dagskrá og ríkisstjórn skuldar þjóðinni skýringar á slíku háttalagi. Á hvaða vinnustað þætti það sæmandi að biðja starfsmenn að leysa verkefni á nokkrum dögum rétt fyrir sumarhlé en sem tæki minnst mánuð að leysa? Hvernig á þá að velja ríkisstjórn verði hún ekki til úr þingmönnum upp úr kosningum? Hugsa má sér að hún verði kosin sérstaklega til fjögurra ára og sæti ekki á Alþingi. Hópur manna kemur sér saman um stefnuskrá og býður sig fram til ríkisstjórnar á þeim grundvelli. Þeir bæru því ábyrgð gerða sinna gagnvart kjósendum og reyndar Alþingi líka þar sem ríkisstjórn á að framkvæma lögin. Þeir skiptu með sér verkum og veldu forsætisráðherra úr sínum röðum. Þá væri eðlilegt að tíu af hverjum hundrað kjósendum gætu krafist þjóðaratkvæðis um stjórnina litu þeir svo á að ríkisstjórn hefði ekki framfylgt stefnu sinni í veigamiklum málum. Þetta virðist eðlilegra og betur í samræmi við óskir fólks um nýtt Ísland en ef aðeins forsætisráðherra yrði kosinn sérstaklega og hann veldi síðan ráðherra án kosninga. Væri þessi leið farin hlyti hún að breyta verulega stöðu forseta Íslands. Hann hefði ekki lengur hlutverk við myndun ríkisstjórnar. Þar sem embættið virðist hafa glatað þeirri mynd í huga þjóðarinnar að vera sameiningartákn kæmi vel til greina að Alþingi veldi forseta.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar