Missti öndvegisfolald úr hóstapest 28. september 2010 04:00 Folaldið grafið Ægir Sigurðsson aðstoðaði Sigurð Grímsson við að grafa folaldið. Hryssan Brá, móðir folaldsins, stóð hjá þeim og horfði á.Fréttablaðið/GVA „Ég missti þarna mjög fallegt folald, sem hugsað var sem reiðhestsefni,“ segir Sigurður Grímsson í Fossmúla, sem varð fyrir þeim skaða að missa vel ættað folald úr hestahóstanum á laugardaginn. Sigurður segir öruggt að folaldið hafi drepist úr veikinni sem herjað hefur á hestastofninn frá því snemma í vor. Folaldið var grafið strax í samráði við dýralækni sem ekki taldi stætt á því að geyma það yfir helgina til að geta sent það í krufningu á Keldum. „Móðir folaldsins var með hósta þegar hún kom úr stóðhestagirðingu,“ segir Sigurður. „Ég hafði hins vegar ekki heyrt folaldið hósta. Svo tók ég eftir því að það var einhver deyfð komin yfir það. Þegar ég fór að skoða það betur sá ég að það var með öran andardrátt og kviðdrátt, sem kallað er, en þá herpist kviðurinn saman. Einnig sá ég að það var komið með grænt hor og svo þornað slím í kringum nasirnar.“ Sigurður kvaðst hafa haft samband við dýralækni síðastliðið miðvikudagskvöld. Hann hefði tjáð sér að veikin væri að hellast í folöld um þessar mundir og því skyldi hann fylgjast vel með litla folanum. Það dugði ekki til og telur Sigurður folaldið hafa drepist úr lungnabólgu. Eitt dæmi er þekkt um að hestaveikin hafi greinst í manni. Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir við Fréttablaðið að kona hafi greinst með sama bakteríustofn og veldur veikinni.- jss Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
„Ég missti þarna mjög fallegt folald, sem hugsað var sem reiðhestsefni,“ segir Sigurður Grímsson í Fossmúla, sem varð fyrir þeim skaða að missa vel ættað folald úr hestahóstanum á laugardaginn. Sigurður segir öruggt að folaldið hafi drepist úr veikinni sem herjað hefur á hestastofninn frá því snemma í vor. Folaldið var grafið strax í samráði við dýralækni sem ekki taldi stætt á því að geyma það yfir helgina til að geta sent það í krufningu á Keldum. „Móðir folaldsins var með hósta þegar hún kom úr stóðhestagirðingu,“ segir Sigurður. „Ég hafði hins vegar ekki heyrt folaldið hósta. Svo tók ég eftir því að það var einhver deyfð komin yfir það. Þegar ég fór að skoða það betur sá ég að það var með öran andardrátt og kviðdrátt, sem kallað er, en þá herpist kviðurinn saman. Einnig sá ég að það var komið með grænt hor og svo þornað slím í kringum nasirnar.“ Sigurður kvaðst hafa haft samband við dýralækni síðastliðið miðvikudagskvöld. Hann hefði tjáð sér að veikin væri að hellast í folöld um þessar mundir og því skyldi hann fylgjast vel með litla folanum. Það dugði ekki til og telur Sigurður folaldið hafa drepist úr lungnabólgu. Eitt dæmi er þekkt um að hestaveikin hafi greinst í manni. Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir við Fréttablaðið að kona hafi greinst með sama bakteríustofn og veldur veikinni.- jss
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira