Innlent

Vill að reist verði stytta af Báru

Jón Gnarr á opnum fundi oddvita framboðanna í Reykjavík fyrr í vikunni.
Jón Gnarr á opnum fundi oddvita framboðanna í Reykjavík fyrr í vikunni. Mynd/Anton Brink
Besti flokkurinn kynnti síðdegis framboðlista sinn í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.

Leiðtogi listans, Jón Gnarr, fór fremstur í fylkingu með bleikar blöðrur á lofti en frambjóðendur gengu frá Lífstykkjabúðinni við Laugaveg að Hverfisgötu 50 þar sem Bára Sigurjónsdóttir rak í áratugi verslun sína Hjá Báru. Þar ítrekaði Jón Gnarr kosningarloforð um að reist verði stytta af Báru.

Leikarar og aðrir listamenn eru áberandi á framboðslistanum, sem nýlegar skoðanakannanir spá að nái fjórum borgarfulltrúum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×