Sport

Helga Margrét tryggði sér bronsið með glæsilegum endaspretti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helga Margrét Þorsteinsdóttir.
Helga Margrét Þorsteinsdóttir.
Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni vann brons í sjöþraut á HM unglinga í Moncton í Kanada í nótt. Helga Margrét fékk 5706 stig, 261 stigi minna en sigurvegarinn Dafne Schippers frá Hollandi og 64 stigum minna en Þjóðverjinn Sara Gamnetta sem vann brons.

Helga var í sjöunda sæti fyrir síðustu tvær greinarnar en náði að hækka sig um fjögur sæti í þeim með því að kasta spjótinu 49,47 metra og hlaupa 800 metrana á 2;15,81 mínútum.

Helga Margrét hefur mest náð 5878 stigum í sjöþraut og var hún því aðeins frá sínu besta en sýndi hinsvegar mikinn styrk með að klára þrautina jafnvel og hún gerði þrátt fyrir að vera örugglega ekki alltof ánægð með stöðu mála eftir fimm greinar.

Brons-þrautin hjá Helgu Margréti var annars svona:

100m grindarhlaup - 14,39 sek (924 stig)

Hástökk - 1,63 m (771 stig)

Kúluvarp - 13,10 m (734 stig)

200 metra hlaup - 25,62 sek (831 stig)

Langstökk - 5,55 m (751 stig)

Spjótkast - 49,47 m (850 stig)

800 metra hlaup - 2;15,81 mín (881 stig)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×