Dugleg-fasismi 2 Charlotte Böving skrifar 30. september 2010 08:53 Fyrir nokkru skrifaði ég pistil um „dugleg-fasisma", sem er útbreiddur hér á landi. Um það hvernig við ölum börnin okkar upp við það frá unga aldri að vera dugleg. Sem í sjálfu sér væri kannski ekki alslæmt, ef við notuðum orðið duglegur bara þegar eitthvað væri raunverulega þess virði að hrósa fyrir. Í stað þess að nota það um allt: Mikið ertu dugleg að labba, duglegur á koppnum, dugleg að taka til, róla, leika, hátta, sofa, syngja, dansa, vera stilltur, hlusta, kúka… Listinn er endalaus. Hvers vegna segjum við þetta? Við erum að hrósa, já, en bak við hrósið er falin valdbeiting (þess vegna orðið dugleg-fasismi). Þetta gengur út á að fá barnið til þess að borða meira, leika sér sjálft, vera stillt, pissa í kopp o.s.frv. En stýringin er orðin ósjálfráð, við spáum ekki í það hvað við notum orðið stöðugt. Og auk þess sem það stýrir barninu í átt að ákveðinni, æskilegri hegðun, þá verður það að vera duglegur svo stór þáttur í sjálfsmynd barnsins að það getur staðið í vegi þess, þegar það er orðið fullorðið og langar stundum bara að vera, en ekki gera. Heima hjá mér urðu allir skyndilega svo meðvitaðir um dugleg-fasismann að enginn þorði lengur að nota orðið. Í staðin sögðum við: „Það er svo dásamlegt að leika sér", „mikið er gaman hjá þér að læra heima", „er maturinn góður, viltu meira?", „hvað það er gott hjá þér að kúka í koppinn" o.s.frv. Alls konar nýjar útgáfur, til þess að forðast að nota sögnina að vera duglegur. Og ef einhver missti orðið út úr sér, varð sá hinn sami strax niðurlútur og leit skömmustulega á mig, eins og til þess að segja: „Fyrirgefðu, ég veit að ég sagði bannorðið." Nú var ég allt í einu orðin dugleg-fasistinn með öfugum formerkjum. Persónulega þykir mér kostur að við séum meðvituð um það hvaða orð við notum. Orð hafa áhrif á okkur. En að útrýma tilteknu orði úr orðaforða fjölskyldunnar er ekki mögulegt. Í gærmorgun kom önnur af litlu tvíburunum mínum til mín þar sem ég sat á klósettinu (hjá tveggja ára börnum er ekkert til sem heitir lokaðar dyr eða friðhelgi). Hún horfði á mig með yndislega blíðu barnsaugunum og sagði full hróss og viðurkenningar: „Mamma, þú ert svo dugleg að kúka og pissa!" Ég held ekki að hún hafi verið að reyna að stjórna hegðun minni. Ég held að henni hafi einfaldlega fundist þetta vera eitthvað til þess að hrósa mömmu fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Charlotte Böving Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun
Fyrir nokkru skrifaði ég pistil um „dugleg-fasisma", sem er útbreiddur hér á landi. Um það hvernig við ölum börnin okkar upp við það frá unga aldri að vera dugleg. Sem í sjálfu sér væri kannski ekki alslæmt, ef við notuðum orðið duglegur bara þegar eitthvað væri raunverulega þess virði að hrósa fyrir. Í stað þess að nota það um allt: Mikið ertu dugleg að labba, duglegur á koppnum, dugleg að taka til, róla, leika, hátta, sofa, syngja, dansa, vera stilltur, hlusta, kúka… Listinn er endalaus. Hvers vegna segjum við þetta? Við erum að hrósa, já, en bak við hrósið er falin valdbeiting (þess vegna orðið dugleg-fasismi). Þetta gengur út á að fá barnið til þess að borða meira, leika sér sjálft, vera stillt, pissa í kopp o.s.frv. En stýringin er orðin ósjálfráð, við spáum ekki í það hvað við notum orðið stöðugt. Og auk þess sem það stýrir barninu í átt að ákveðinni, æskilegri hegðun, þá verður það að vera duglegur svo stór þáttur í sjálfsmynd barnsins að það getur staðið í vegi þess, þegar það er orðið fullorðið og langar stundum bara að vera, en ekki gera. Heima hjá mér urðu allir skyndilega svo meðvitaðir um dugleg-fasismann að enginn þorði lengur að nota orðið. Í staðin sögðum við: „Það er svo dásamlegt að leika sér", „mikið er gaman hjá þér að læra heima", „er maturinn góður, viltu meira?", „hvað það er gott hjá þér að kúka í koppinn" o.s.frv. Alls konar nýjar útgáfur, til þess að forðast að nota sögnina að vera duglegur. Og ef einhver missti orðið út úr sér, varð sá hinn sami strax niðurlútur og leit skömmustulega á mig, eins og til þess að segja: „Fyrirgefðu, ég veit að ég sagði bannorðið." Nú var ég allt í einu orðin dugleg-fasistinn með öfugum formerkjum. Persónulega þykir mér kostur að við séum meðvituð um það hvaða orð við notum. Orð hafa áhrif á okkur. En að útrýma tilteknu orði úr orðaforða fjölskyldunnar er ekki mögulegt. Í gærmorgun kom önnur af litlu tvíburunum mínum til mín þar sem ég sat á klósettinu (hjá tveggja ára börnum er ekkert til sem heitir lokaðar dyr eða friðhelgi). Hún horfði á mig með yndislega blíðu barnsaugunum og sagði full hróss og viðurkenningar: „Mamma, þú ert svo dugleg að kúka og pissa!" Ég held ekki að hún hafi verið að reyna að stjórna hegðun minni. Ég held að henni hafi einfaldlega fundist þetta vera eitthvað til þess að hrósa mömmu fyrir.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun