Telja Jón Ásgeir hafa ráðið yfir 38 milljörðum í reiðufé rétt fyrir hrun 9. júlí 2010 14:44 Formaður slitastjórnar Glitnis, Steinunn Guðbjartsdóttir, telur að Jón Ásgeir Jóhannesson, eða einhver tengdur honum, hafi ráðið yfir 200 milljónum punda, jafnvirði 38 milljarða króna, í reiðufé á breskum bankareikningum aðeins 15 dögum fyrir bankahrun haustið 2008. Þetta kemur fram í eiðsvörnum vitnisburði Steinunnar fyrir dómstólum í Bretlandi vegna kyrrsetningarmáls sem slitastjórnin höfðaði gegn Jóni Ásgeiri þar og nær til eigna Jóns á heimsvísu en vitnisburðurinn er meðal gagna sem slitastjórnin lagði fram fyrir dómstólum í New York. Slitastjórnin hefur sem kunnugt er stefnt Jóni Ásgeiri og fleirum í New York og krefst 260 milljarða króna í skaðabætur vegna þess tjóns sem slitastjórnin telur að stefndu hafi valdið Glitni banka. Eiðsvarni vitnisburðurinn, sem er í 169 liðum, var lagður fram hinn 11. maí síðastliðinn. Það var rannsóknarfyrirtækið Kroll sem fann upplýsingarnar um bankainnstæðurnar, en þær voru í jpeg formi í tölvupósti sem Jón Ásgeir sendi Lárusi Welding og Jóni Sigurðssyni, þá forstjóra FL Group, hinn 22. september 2008, aðeins viku fyrir þjóðnýtingu Glitnis banka og 15 dögum fyrir fall bankakerfisins. Tölvupósturinn var sendur undir heitinu „Sterling deposits"og hefur að geyma textann „For your eyes only." Að sögn Steinunnar telja sérfræðingar Kroll líklegt að ástæðan fyrir því að upplýsingarnar hafi verið sendar á jpeg-formi hafi verið sú að Jón Ásgeir vildi fela upplýsingarnar þannig þær kæmu ekki fram í almennri textaleit leitarvéla. Þá sé jafnframt erfiðara að eiga við gögnin með þeim hætti, t.d breyta þeim. Ljósmyndin í tölvupóstinum sem Jón Ásgeir sendi er af töflu sem sýnir innstæður hjá bresku bönkunum HBOS, Barclays, Alliance & Leicester, HSBC og Bank of Ireland, sem samtals námu 202 milljónum punda, eða um 38 milljörðum króna á núverandi gengi. Steinunn segir í vitnisburði sínum að slitastjórn Glitnis hafi ástæðu til að ætla að innstæðurnar hafi hvorki tilheyrt Glitni banka né Baugi Group. Telur slitastjórnin að innstæðurnar hafi tilheyrt félagi í eigu Jóns Ásgeirs eða einhvers tengdum honum. Hins vegar virðist slitastjórnin ekki hafa fullnægjandi upplýsingar til þess að styðja þetta því Steinunn segir í vitnisburðinum: „Ég veit ekki hver eða hvaða fyrirtæki átti reikningana sem vitnað er til í Sterling-töflunni. Ég tel að það sé líklega einn eða fleiri af þeim sem sendu tölvupóstinn [Jón Ásgeir, Lárus Welding, Jón Sigurðsson] eða fyrirtæki eða einstaklingur sem tengist þeim." Því næst rekur hún að Kroll telji mjög ólíklegt að fjármunirnir hafi tilheyrt Glitni. Þá sé ólíklegt að Baugur hafi ráðið yfir jafn miklu reiðufé á þessum tímapunkti því aðeins sex mánuðum síðar hafi fyrirtækið óskað eftir því að verða tekið til gjaldþrotaskipta. Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Formaður slitastjórnar Glitnis, Steinunn Guðbjartsdóttir, telur að Jón Ásgeir Jóhannesson, eða einhver tengdur honum, hafi ráðið yfir 200 milljónum punda, jafnvirði 38 milljarða króna, í reiðufé á breskum bankareikningum aðeins 15 dögum fyrir bankahrun haustið 2008. Þetta kemur fram í eiðsvörnum vitnisburði Steinunnar fyrir dómstólum í Bretlandi vegna kyrrsetningarmáls sem slitastjórnin höfðaði gegn Jóni Ásgeiri þar og nær til eigna Jóns á heimsvísu en vitnisburðurinn er meðal gagna sem slitastjórnin lagði fram fyrir dómstólum í New York. Slitastjórnin hefur sem kunnugt er stefnt Jóni Ásgeiri og fleirum í New York og krefst 260 milljarða króna í skaðabætur vegna þess tjóns sem slitastjórnin telur að stefndu hafi valdið Glitni banka. Eiðsvarni vitnisburðurinn, sem er í 169 liðum, var lagður fram hinn 11. maí síðastliðinn. Það var rannsóknarfyrirtækið Kroll sem fann upplýsingarnar um bankainnstæðurnar, en þær voru í jpeg formi í tölvupósti sem Jón Ásgeir sendi Lárusi Welding og Jóni Sigurðssyni, þá forstjóra FL Group, hinn 22. september 2008, aðeins viku fyrir þjóðnýtingu Glitnis banka og 15 dögum fyrir fall bankakerfisins. Tölvupósturinn var sendur undir heitinu „Sterling deposits"og hefur að geyma textann „For your eyes only." Að sögn Steinunnar telja sérfræðingar Kroll líklegt að ástæðan fyrir því að upplýsingarnar hafi verið sendar á jpeg-formi hafi verið sú að Jón Ásgeir vildi fela upplýsingarnar þannig þær kæmu ekki fram í almennri textaleit leitarvéla. Þá sé jafnframt erfiðara að eiga við gögnin með þeim hætti, t.d breyta þeim. Ljósmyndin í tölvupóstinum sem Jón Ásgeir sendi er af töflu sem sýnir innstæður hjá bresku bönkunum HBOS, Barclays, Alliance & Leicester, HSBC og Bank of Ireland, sem samtals námu 202 milljónum punda, eða um 38 milljörðum króna á núverandi gengi. Steinunn segir í vitnisburði sínum að slitastjórn Glitnis hafi ástæðu til að ætla að innstæðurnar hafi hvorki tilheyrt Glitni banka né Baugi Group. Telur slitastjórnin að innstæðurnar hafi tilheyrt félagi í eigu Jóns Ásgeirs eða einhvers tengdum honum. Hins vegar virðist slitastjórnin ekki hafa fullnægjandi upplýsingar til þess að styðja þetta því Steinunn segir í vitnisburðinum: „Ég veit ekki hver eða hvaða fyrirtæki átti reikningana sem vitnað er til í Sterling-töflunni. Ég tel að það sé líklega einn eða fleiri af þeim sem sendu tölvupóstinn [Jón Ásgeir, Lárus Welding, Jón Sigurðsson] eða fyrirtæki eða einstaklingur sem tengist þeim." Því næst rekur hún að Kroll telji mjög ólíklegt að fjármunirnir hafi tilheyrt Glitni. Þá sé ólíklegt að Baugur hafi ráðið yfir jafn miklu reiðufé á þessum tímapunkti því aðeins sex mánuðum síðar hafi fyrirtækið óskað eftir því að verða tekið til gjaldþrotaskipta.
Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira