Enski boltinn

Mark Schwarzer búinn að skrifa undir nýjan samning við Fulham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mark Schwarzer.
Mark Schwarzer. Mynd/Nordic Photos/Getty
Ástralski markvörðurinn Mark Schwarzer er búinn að skrifa undir nýjan samning við Fulham og því er orðið ljóst að þessi 38 ára gamli markvörður fer ekki til Arsenal eins og leit út fyrir um tíma.

Schwarzer framlengdi samning sinn um eitt ár eða út 2011-2012 tímabilið. Hann hefur hjá Fulham frá árinu 2008 en lék þar á undan með Middlesbrough í ellefu ár. Mark HUghes, stjóri Fulham, hefur viljað halda honum og nú er málið loksins frágengið.

Schwarzer skrifaði undir samnininn nokkrum dögum fyrir leik á móti Arsenal en hann var sterklega orðaður við Arsenal-liðið í allt haust og talaði sjálfur um að hann væri spenntur fyrir því að komast að hjá einu stóruliðanna áður en ferli hans lyki.

„Ég er ánægður með að hafa loksins gengið frá framlengingun á samningnum eftir að hafa gengið í gegnum miklar vangaveltur," sagði Schwarzer.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×