Enski boltinn

Joe Cole sagður á leið til Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joe Cole í leik með Chelsea.
Joe Cole í leik með Chelsea. Nordic Photos / Getty Images
Enskir fjölmiðlar greina frá því í kvöld að fulltrúar Joe Cole hafi fundað með forráðamönnum Arsenal í gær.

Samningur Cole við Chelsea rennur út í sumar og er ekki útlit fyrir annað en að hann sé á leið frá félaginu.

Harry Reknapp, stjóri Tottenham, kom enskum fjölmiðlum á bragðið í dag þegar hann sagði að Cole væri líklega búinn að semja við annað félag og að það væri ekki Tottenham.

Því er enn fremur haldið fram gengið verði frá samningum áður en HM hefst í Suður-Afríku þann 11. júní næstkomandi.

Ef rétt reynist eru þetta góðar fréttir fyrir stuðningsmenn Arsenal, sér í lagi þar sem Cesc Fabregas hefur verið sagður á leið frá félaginu og til Barcelona.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×