Lífið

Ferð til Japans í verðlaun í ritgerðarkeppni

Kannski verður kíkt á götutískuna í Harajuku-hverfi í Tókýó.
Kannski verður kíkt á götutískuna í Harajuku-hverfi í Tókýó.
Stjórnvöld í Japan endurtaka leikinn frá fyrra ári og bjóða nokkrum íslenskum ungmennum í tíu daga kynnisferð til Japans í nóvember. Haldin verður ritgerðarkeppni þar sem skila á inn einnar blaðsíðu ritgerð um efnið „Hvernig myndir þú efla tengsl Japans og Íslands?"

Vinningshafar verða valdir frá yfir 30 Evrópulöndum. Þeim verður boðið í kynnisferð um Japan, þar sem þeir munu meðal annars fá að skiptast á skoðunum við japanska jafnaldra sína og upplifa daglegt líf með dvöl á japönsku heimili.

Þátttökuskilyrði eru nokkur. Meðal annars verða þátttakendur að vera íslenskir ríkisborgarar á aldrinum 25-35 ára, hafa góða færni í ensku og hæfileika til samskipta og að hafa aldrei komið til Japans áður. Þeir mega ekki vera námsmenn, verða að vera sveigjanlegir og hafa vilja til þátttöku í því hópstarfi sem mun einkenna ferðina.

Ritgerðin á að vera á ensku. Skila á henni ásamt ferilskrá og stuttu bréfi um þátttakanda til Sendiráðs Japans á Íslandi og er skilafrestur 28. júlí. Þeir sem koma til greina verða boðaðir í viðtal hjá Sendiráði Japans í byrjun ágúst. Lokaákvörðun um vinningshafa verður síðan tekin af Utanríkisráðuneyti Japans.

Frekari upplýsingar eru veittar í Sendiráði Japans.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.