

Sögulegar kosningar til stjórnlagaþings
Ég hef lengi haft þá sannfæringu að forsenda þess að sátt náist um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar, eins og stefnt hefur verið að allt frá stofnun lýðveldisins, sé að þjóðin sjálf og fulltrúar hennar sem ekki hafa beina hagsmuni af lítt breyttu fyrirkomulagi vinni það verk. Alþingi Íslendinga hefur ekki auðnast það þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Sem þingmaður flutti ég fyrst frumvarp um sérstakt stjórnlagaþing, skipað öðrum en þingmönnum, haustið 1994. Lengi vel talaði ég fyrir daufum eyrum í þessum efnum en eftir það mikla efnahags- og stjórnmálahrun sem við urðum fyrir haustið 2008 breyttust viðhorfin.
Lög um stjórnlagaþing nr. 90/2010 sem samþykkt voru 16. júní 2010 eiga sér fáar hliðstæður í heiminum og munu þau væntanlega hafa áhrif á lýðræðisþróun og aðferðafræði við mótun stjórnarskráa. Samkvæmt lögunum er sérstöku stjórnlagaþingi ætlað það mikilvæga hlutverk að semja frumvarp að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland og leggja fyrir Alþingi til samþykktar. Í þessu skyni var á grundvelli laganna efnt til 1000 manna þjóðfundar í upphafi þessa mánaðar þar sem fulltrúar allrar þjóðfélagshópa hvaðanæva af landinu komu sér saman um helstu gildi og grunnþætti sem ný stjórnarskrá ætti að byggja á. Þjóðfundurinn heppnaðist afar vel og sú uppbyggjandi samstaða sem þar sveif yfir vötnum vekur góðar vonir um framhaldið.
Næsta skref í þessu lýðræðislega ferli er að velja fulltrúa á stjórnlagaþingið sem standa mun í 2-4 mánuði fyrri hluta árs 2011 og mun því ljúka störfum í tæka tíð fyrir 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar 17. júní 2011. Niðurstöðurnar munu síðan fara til Alþingis til afgreiðslu í samræmi við ákvæði gildandi stjórnarskrár. Líklegt er þó að ákveðið verði að þjóðaratkvæðagreiðsla muni fara fram um endurskoðaða stjórnaskrá áður en hún gengur í gildi.
Val fulltrúa á stjórnlagaþingið sætir einnig tíðindum í lýðræðisþróun á Íslandi enda verða þeir kjörnir beinni kosningu með persónukjöri meðal allra landsmanna. Með kosningunum er gerð tilraun með nýtt kosningafyrirkomulag þar sem atkvæði kjósenda nýtast mun betur en í hefðbundnum listakosningum og möguleikar kjósenda til að kjósa einstaklinga í stað flokka verður að veruleika. Kosningaþátttakan og hvernig til tekst getur því varðað miklu um þróun kosningafyrirkomulags og lýðræðis á Íslandi.
Ég vil nota þetta tækifæri til að færa þeim einstaklingum miklar þakkir sem lagt hafa þessu mikilvæga samfélagsverkefni lið, ekki síst þátttakendum þjóðfundarins og þeim fjölmenna hópi frambjóðenda sem gefið hafa kost á sér til setu á stjórnlagaþingið. Þjóðfundurinn og kosningabaráttan hefur þegar hrundið af stað mikilli umræðu um allt þjóðfélagið um grundvöll þess samfélags sem við viljum byggja og ég er sannfærð um að við munum uppskera vandaða stjórnarskrá - umgjörð um betra samfélag á Íslandi. Í komandi kosningum á laugardaginn getur öll íslenska þjóðin lagt sitt af mörkum til þess mikilvæga verkefnis. Ég hvet alla til að nýta sér þann rétt.
Skoðun

Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu
Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar

Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það
Sveinn Ólafsson skrifar

Ef það er vilji, þá er vegur
Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar

Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum
Erna Magnúsdóttir skrifar

Af hverju lýgur Alma?
Arnar Sigurðsson skrifar

Snúið til betri vegar
Bragi Bjarnason skrifar

Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu?
Bjarni Már Magnússon skrifar

Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi
Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar

Forysta til framtíðar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst?
Dagur B. Eggertsson skrifar

Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða?
Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar

Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla!
Ragnheiður Stephensen skrifar

Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR
Gísli Jafetsson skrifar

Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar
Elín Ýr Arnar skrifar

Hitler og Stalín, Pútín og Trump
Birgir Dýrfjörð skrifar

Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri
Kristján Kristjánsson skrifar

Bætt réttindi VR félaga frá áramótum
Halla Gunnarsdóttir skrifar

Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun
Erna Bjarnadóttir skrifar

Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque
Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar

Traustur vinur getur gert voðaverk!
Arnrún María Magnúsdóttir skrifar

Hrós getur skipt sköpum
Ingrid Kuhlman skrifar

Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda
Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar

Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands
Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar

Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum
Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar

Jón og félagar eru farnir
Árni Guðmundsson skrifar

Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi
Einar Karl Friðriksson skrifar

Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru
Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar

Við lifum í skjóli hvers annars
Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar

Halldór 01.03.2025
skrifar

COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti
Svandís Svavarsdóttir skrifar