Viðskipti innlent

Fréttin af hönnunarstuldi Beyonce eins og eldur í sinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ásta Kristjánsdóttir og Heba Hallgrímsdóttir standa að E-label.
Ásta Kristjánsdóttir og Heba Hallgrímsdóttir standa að E-label.
Frétt Fréttablaðsins um að söngkonan Beyonce hafi stolið íslenskri fatahönnun þegar að hún setti á markað nýjar leggingsbuxur fer eins og eldur í sinu um netheimana þessa dagana. Fréttablaðið benti á það fyrir fáeinum dögum að buxur í nýrri haustlínu tískumerkisins Dereon, sem er í eigu söngkonunnar Beyoncé, þykja afskaplega líkar buxum frá E-label, sem söngkonan keypti í haust.

„Þetta er náttúrulega rosalegt og maður er í hálfgerðu sjokki. Ég kveikti ekki strax á því að þetta væri hennar lína heldur hélt ég að hún væri í leggings frá okkur. Þetta er nánast bara Copy/paste," sagði Heba Hallgrímsdóttir, annar eigandi hönnunarmerkisins E-label, í samtali við Fréttablaðið.

Heba segir í samtali við breska blaðið Daily Mail að það verði að skoða buxurnar hennar Beyonce betur því að samkvæmt lögum teljist hönnunin ekki stolin ef ákveðið mörgum smáatriðum hafi verið breytt.

Að minnsta kosti fimm aðrir vefmiðlar sem fjalla um hönnun og fræga fólkið hafa gert málinu skil. Ofurbloggarinn Perez Hilton tekur hins vegar afstöðu með Beyonce og segir málið líta þannig út að E-label sé einfaldlega á höttunum eftir peningunum hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×