Innlent

Stefnir í stórsigur L-listans á Akureyri

L-listinn, listi fólksins, vinnur stórsigur í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri á laugardag og fær fimm bæjarfulltrúa af ellefu, samkvæmt könnun Capacent Gallup fyrir fréttamiðilinn Vikudag. Núverandi meirihlutaflokkar mælast með þrjá bæjarfulltrúa.

Fram kemur á vef Vikudags að ekki þurfi að verða miklar breytingar til að L-listinn bæti við sig sjötta bæjarfulltrúanum og hreinum meirihluta. L-listinn fær 39,3% fylgi samkvæmt þessari könnun, Sjálfstæðisflokkurinn fær 14,2% og tvo bæjarfulltrúa en önnur framboð fá einn bæjarfulltrúa hvert. Framsóknarflokkurinn fær 13% fylgi, Vinstri grænir 12,6%, Samfylkingin 11,2% og Bæjarlistinn 9,7%.

Í kosningunum fyrir fjórum árum fékk Sjálfstæðisflokkurinn fjóra bæjarfulltrúa, Samfylkingin þrjá, VG tvo, Framsókn einn og Listi fólksins einn. Í kjölfarið mynduðu Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin meirihluta.

Nánar er hægt hægt að lesa um könnunina á vef Vikudags.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×