Styttist óðum í björgunina 7. október 2010 00:30 Letruð í stein Nöfn námumannanna og hjálmur ofan á.fréttablaðið/AP Námumennirnir þrjátíu og þrír, sem hírast á 700 metra dýpi niðri í lokuðum námugöngum, fengu ástæðu til að fagna í vikunni þegar yfirvöld í Chile sögðust vongóð um að þeim verði bjargað úr prísundinni strax í lok næstu viku. Mennirnir hafa verið í tvo mánuði niðri í göngunum og áttu ekki von á að komast upp á yfirborð jarðar fyrr en í næsta mánuði. Undanfarnar tvær vikur hafa mennirnir verið að búa sig undir brottförina. Þeir hafa sent upp á yfirborðið bréf frá ættingjum og aðra persónulega muni, sem þeir vilja ekki skilja eftir. Þetta hefur verið flutt upp á yfirborðið í hylkjum, sem hafa verið notuð til að flytja matvæli, hrein föt, lyf og aðrar nauðsynjar niður til mannanna í gegnum þröng göng, sem tókst að bora til þeirra nokkrum vikum eftir að þeir lokuðust inni. Þrír borar eru notaðir til að bora breiðari göng niður til mannanna, svo hægt verði að flytja þá sjálfa upp á yfirborðið með þar til gerðum hylkjum, sem sérstaklega hafa verið smíðuð í þessu skyni. Mennirnir hafa unnið að því að flytja burt grjótmylsnu, sem hrunið hefur niður í dvalarstað þeirra í göngunum meðan borað hefur verið niður til þeirra. Mennirnir lokuðust niðri í göngunum þann 5. ágúst þegar 700 þúsund tonn af grjóti hrundu og lokuðu af neðri hluta ganganna. Í fyrstu var talið að mennirnir hefðu farist, en eftir að samband náðist við þá hafa ættingjar og vinir dvalist við yfirborðið og beðið eftir frelsun ástvina sinna. Mikill fögnuður braust út þar í vikunni þegar Cristian Barra iðnaðarráðherra sagði að byrjað yrði að æfa björgunaraðgerðir á morgun, föstudag, með þyrlum og flutningabifreiðum. Hann vildi þó ekki fullyrða að björgunin sjálf væri á næsta leiti: „Þetta þýðir bara að við viljum vera vel undirbúin svo engin mistök verði gerð þegar björgunin hefst.“ Sebastian Pinera forseti sagði þó, nú í byrjun vikunnar, að vonir stæðu til þess að mennirnir yrðu komnir út undir bert loft áður en hann færi af landi brott í Evrópureisu, en þeirri ferð hefur verið frestað til 17. október. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Fleiri fréttir Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Sjá meira
Námumennirnir þrjátíu og þrír, sem hírast á 700 metra dýpi niðri í lokuðum námugöngum, fengu ástæðu til að fagna í vikunni þegar yfirvöld í Chile sögðust vongóð um að þeim verði bjargað úr prísundinni strax í lok næstu viku. Mennirnir hafa verið í tvo mánuði niðri í göngunum og áttu ekki von á að komast upp á yfirborð jarðar fyrr en í næsta mánuði. Undanfarnar tvær vikur hafa mennirnir verið að búa sig undir brottförina. Þeir hafa sent upp á yfirborðið bréf frá ættingjum og aðra persónulega muni, sem þeir vilja ekki skilja eftir. Þetta hefur verið flutt upp á yfirborðið í hylkjum, sem hafa verið notuð til að flytja matvæli, hrein föt, lyf og aðrar nauðsynjar niður til mannanna í gegnum þröng göng, sem tókst að bora til þeirra nokkrum vikum eftir að þeir lokuðust inni. Þrír borar eru notaðir til að bora breiðari göng niður til mannanna, svo hægt verði að flytja þá sjálfa upp á yfirborðið með þar til gerðum hylkjum, sem sérstaklega hafa verið smíðuð í þessu skyni. Mennirnir hafa unnið að því að flytja burt grjótmylsnu, sem hrunið hefur niður í dvalarstað þeirra í göngunum meðan borað hefur verið niður til þeirra. Mennirnir lokuðust niðri í göngunum þann 5. ágúst þegar 700 þúsund tonn af grjóti hrundu og lokuðu af neðri hluta ganganna. Í fyrstu var talið að mennirnir hefðu farist, en eftir að samband náðist við þá hafa ættingjar og vinir dvalist við yfirborðið og beðið eftir frelsun ástvina sinna. Mikill fögnuður braust út þar í vikunni þegar Cristian Barra iðnaðarráðherra sagði að byrjað yrði að æfa björgunaraðgerðir á morgun, föstudag, með þyrlum og flutningabifreiðum. Hann vildi þó ekki fullyrða að björgunin sjálf væri á næsta leiti: „Þetta þýðir bara að við viljum vera vel undirbúin svo engin mistök verði gerð þegar björgunin hefst.“ Sebastian Pinera forseti sagði þó, nú í byrjun vikunnar, að vonir stæðu til þess að mennirnir yrðu komnir út undir bert loft áður en hann færi af landi brott í Evrópureisu, en þeirri ferð hefur verið frestað til 17. október. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Fleiri fréttir Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Sjá meira