Handbolti

Ragnar skoðar aðstæður hjá þýsku félagi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ragnar Snær Njálsson.
Ragnar Snær Njálsson.

Akureyringurinn Ragnar Snær Njálsson kom til Þýskalands í dag en hann mun æfa með þýska 3. deildarliðinu HSC Bad Neustadt næstu daga.

Liðið er í 9. sæti 3. deildar suður en það er sama deild og lið Kristins Björgúlfssonar, Rimpar, er í en Rimpar situr á botni deildarinnar.

„Þetta félag var að losa sig við mikið af Pólverjum og Júgóslövum og er að fá unga menn inn í staðinn. Það er einnig búið að skipta út þjálfaranum og nýir styrktaraðilar komnir inn. Félagið stefnir að klifra upp eins hratt og mögulegt er," sagði Ragnar Snær við Vísi í dag.

Norska liðið Bodö hefur einnig sýnt honum áhuga og svo gæti vel farið að hann skoði aðstæður þar líka.

„Ég ætla að byrja á þessu, fara svo heim og sjá hvað gerist," sagði Ragnar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×