Enski boltinn

Leikur Manchester City og Blackburn fer fram í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það hefur gengið illa hjá Bretum að ferðast síðustu daga.
Það hefur gengið illa hjá Bretum að ferðast síðustu daga. Mynd/AFP

Manchester City hefur nú gefið það út að leikur Manchester City og Blackburn í ensku úrvalsdeildinni fer fram í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20.00 og verður aðeins þriðji leikurinn í þessari umferð sem lifir af vetrarveðrið í Englandi.

Það þykir fréttir í Englandi þessa daganna þar sem fjölmörgum leikjum hefur verið frestað það sem af er árinu og sem dæmi um það fóru aðeins tveir af níu leikjum úrvalsdeildarinnar fram um helgina.

Forráðamenn City, lögreglan og bæjarfulltrúar frá Manchester-borg hittust í morgun og fóru yfir stöðuna. Niðurstaðan var sú að leikurinn færi fram svo framarlega sem veðrið versnaði ekki snögglega á næstu tímum.

Það hefur verið unnið hörðum höndum að því alla helgina að undirbúa svæðið í kringum völlinn þannig að allir áhorfendur hafi greiðan aðgang að vellinum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×