Nýsköpunarmennt í skólum landsins Svanborg R. Jónsdóttir skrifar 17. desember 2010 05:00 Sigmundur Guðbjarnarson benti í pistli sínum í Fréttablaðinu mánudaginn 13.des. síðastliðinn á mikilvægi þess að efla nýsköpun og færnina til að framkvæma hugmyndir sínar. Ég tek undir mat hans á mikilvægi "nýsköpunar og ræktunar frumkvöðla" og læt í ljós þá ósk að sú hugsun verði útbreiddari og sýnilegri í verki. Ég var grunnskólakennari í næstum 30 ár og kenndi síðustu 10 árin námsgrein sem þá var kölluð ´nýsköpun´ á stundaskránni. Þessi námsgrein eða viðfangsefni í skólastarfi sem hefur líka verið kölluð ´nýsköpunarmennt´ náði að virkja nánast alla nemendur sem ég kenndi, til að vera skapandi og virkir sem annars var mjög misjafnt eftir námsgreinum og nemendum. Opinber orðræða er mjög hliðholl nýsköpun og nú eftir að kreppan skall á hefur trúin á nýsköpun sem leið upp úr þeim öldudal færst enn í aukana og heyrist næstum sem töfraorð. Ég tek reyndar undir með þeim sem þannig tala þar sem ég veit að nýsköpun og skapandi hugsun og aðgerðir á flestum sviðum er vænleg til að leysa allskonar vandamál og þarfir og skapa lausnir og afurðir sem eru verðmætar og verða hluti af því skapandi ferli sem þarf til að flytja okkur í átt að ríkara samfélagi, bæði efnahagslega og samfélagslega.Nýsköpunar- og frumkvöðlamennt Námsgreinin eða námssviðið sem hefur verið kölluð nýsköpunarmennt eða nýsköpunar- og frumkvöðlamennt kom fyrst inn í námskrá grunnskóla 1999 og hefur verið í námskrá framhaldsskóla um nokkurn tíma. Þetta viðfangsefni í menntun gengur út á að efla skapandi hugsun og færni með því að leita uppi og greina þarfir og þjálfast í að finna lausnir til að mæta þeim. Kennd eru vinnubrögð og ræktaður hugsunarháttur sem hefur verið kenndur við vinnubrögð og hugsunarhátt uppfinningamanna. Einnig er mikil áhersla lögð á að nemendur fái tækifæri í námi til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd og að efla tengsl við nærsamfélag, atvinnulíf og ýmsa aðila í samfélaginu utan skólans. Með öðrum orðum má segja að þar sé verið að "rækta nýsköpun og frumkvöðla". Í nýsköpunarmennt eru nemendur að vinna með að bæta tilveruna á einhvern hátt, þjálfast í að lesa í umhverfi sitt, náttúrulegt og tæknilegt. Stundum þróa nemendur hugmyndir sínar yfir í afurðir sem verða söluvörur ýmist áþreifanlegar eða sem þjónusta. Þeir kynnast því hvernig hugmyndir verða að verðmætum ásamt því þjálfast í skipulagningu, stjórnun og samvinnu. Þróun nýsköpunarmenntar í grunnskólum átti sér stað fyrir tilstilli nokkurra öflugra einstaklinga og voru þau Paul Jóhannsson tæknifræðingur og Guðrún Þórsdóttir þar fremst í flokki og var vagga hennar lengi vel í Foldaskóla í Reykjavík. Fræðslumistöð Reykjavíkur stóð að því að koma Nýsköpunarkeppni grunnskólanna á laggirnar - en í nokkur ár hefur Menntamálaráðuneytið séð um keppnina í samstarfi við menntastofnanir og ýmsa aðila í atvinnulífinu. Sú keppni er mjög jákvæð starfsemi og hefur haldið uppi merki nýsköpunarstarfs í grunnskólum en gefur þó ekki rétta mynd af því starfi sem fer fram í grunnskólunum á því sviði, sem er því miður mjög lítið og ómarkvisst. Fáir grunnskólar á Íslandi bjóða formlega kennslu og þjálfun í nýsköpunarmennt og virðist ýmislegt spila þar saman sem erfitt er að festa hönd á. Þrátt fyrir að nýsköpunarmennt hafi komið inn í aðalnámskrá grunnskóla 1999 hefur hún lítið breiðst út sem formlegt viðfangsefni og sumir skólastjórnendur telja að hún hafi horfið að einhverju leyti í athyglinni sem tölvur og upplýsingatækni fengu og einnig virðist sú staðreynd að hún fékk ekki tímaúthlutun hafa haft eitthvað að segja sem og að engin sérstök kynning fór fram á þessum námsþætti/námsgrein. Á Íslandi er engin markviss menntun á þessu sviði í boði í kennaranámi eins og er. Ýmsir fleiri þættir spila þar inn í líka svo sem færni kennara og vilji til að taka þessa kennslu að sér, samstarf innan skóla og áhugi og virk þátttaka skólastjórnenda í að þróa námsgreinina. Ég tel að það þurfi að rækta og viðhalda þessari tegund af skapandi færni markvisst í gegnum allt grunnnám og ekki síst á grunn- og framhaldsskóastigi (þar er líka lítið framboð). Þannig held ég að það væru fleiri frjóir, skapandi og framtaksfúsir nemendur á háskólastigi en að ætlast skyndilega til þess að háskólanemar séu skapandi og að fara þá að þjálfa upp færnina til að greina þarfir og vandamál og finna lausnir - enda hafa margir háskólakennarar kvartað yfir að nemendur sem þeir fá vilji helst vera viðtakendur en ekki virkir skapendur. Ég er hjartanlega sammála því sem Sigmundi Guðbjarnason sagði í pistil sínum að: "Þáttaka barna í slíku starfi hefur áhrif á hugsunarhátt þeirra, eykur frumkvæði og útsjónarsemi þeirra og hvetur þau til að leita leiða til að leysa vandann hverju sinni." Það er þó lítið gert af því að nýta nýsköpunar- og frumkvöðlamennt í grunnskólum og framhadsskólum og þarf að fá meiri stuðning ef það er raunveulegur vilji fyrir að efla slíka menntun. Kynna þarf hvaða ávinning slíkt starf hefur í för með sér, sannfæra stjórnendur og kennara um það, þjálfa kennara, þróa matsaðferðir sem meta ferli og sköpun og síðast en ekki síst að sannfæra foreldra um að svona menntun sé gagnleg og sé áhrifaríkur grunnur að frekara námi og virkri þátttöku í þjóðfélaginu. Rannsókn mín á stöðu nýsköpunarmenntar í íslenskum grunnskólum hefur gefið vísbendingar um að skólafólk og almenningur þar með taldir foreldrar hafi óljósar hugmyndir um hvað nýsköpunarmennt felur í sér. Öflugt samstarf skóla og samfélags bætir bæði skólastarfið og samfélagið og er einn af þeim þáttum sem getur haft afgerandi áhrif á nýsköpunarmennt og hvort hún nær varanlegri fótfestu í skólastarfinu.Dæmi um nýsköpunarmennt Allnokkrir skólar afgreiða þennan námsþátt með því að fá einn nýsköpuarkennara í heimsókn í eitt eða tvö skipti til að þjálfa nemendur í 40 mínútur í senn en það er fráleitt að ætlast til að nemendur tileinki sér vinnubrögð og hugsunarhátt á einni til tveimur kennslustundum á ári. Nokkrir grunnskólar hafa þróað og bjóða nemendum sínum samfellt nám í nýsköpunarmennt. Foldaskóli í Reykjavík hefur í mörg ár boðið nemendum sínum nýsköpunarmennt og Þjórsárskóli í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Ingunnarskóli í Reykjavík hafa verið að þróa þessa námsgrein og bjóða mörgum árgöngum. Einn skóla enn má nefna sem hefur byggt upp nýsköpunar- og frumkvöðlamennt með góðum stíganda og samfellu en það er Grunnskólinn austan Vatna (á Hofsósi, Hólum og Sólgörðum í Fljótum). Grunnskólinn austan Vatna býður yngri nemendum grunnþjálfun í vinnubrögðum nýsköpunarmenntar og eldri nemendur taka þátt í frumkvöðlaverkefnum svo sem Reyklaus, rekstur kaffihúss og Verðmætasköpun í héraði. Fleiri skóla mætti nefna sem eru að gera góða hluti á þessu sviði (þó þeir séu alltof fáir) og gaman væri ef nemendur, kennarar og stjórnendur segðu meira opinberlega frá sínu starfi í nýsköpunarmennt. Heilu skólasamfélögin hafa sjaldan tekið sig til við að móta stefnu og starf á sviði nýsköpunarmenntar en þó má nefna að Fljótsdalshérað hefur nýlega haft frumkvæði að því að bjóða öllum skólum á öllum skólastigum á Héraði þjálfun í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt og hafa þau unnið sameignlega stefnu og skólanámskrár um slíka menntun og sköpun nýsköpunarmenningar í héraðinu. Einnig er athyglisvert samstarf Mennta- og menningarmálaráðuneytis og Iðnaðarráðuneytis sem nú er hafin við að þróa áfanga fyrir framhaldsskólastigið um nýsköpunarmennt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Svanborg R. Jónsdóttir Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Skoðun Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Sigmundur Guðbjarnarson benti í pistli sínum í Fréttablaðinu mánudaginn 13.des. síðastliðinn á mikilvægi þess að efla nýsköpun og færnina til að framkvæma hugmyndir sínar. Ég tek undir mat hans á mikilvægi "nýsköpunar og ræktunar frumkvöðla" og læt í ljós þá ósk að sú hugsun verði útbreiddari og sýnilegri í verki. Ég var grunnskólakennari í næstum 30 ár og kenndi síðustu 10 árin námsgrein sem þá var kölluð ´nýsköpun´ á stundaskránni. Þessi námsgrein eða viðfangsefni í skólastarfi sem hefur líka verið kölluð ´nýsköpunarmennt´ náði að virkja nánast alla nemendur sem ég kenndi, til að vera skapandi og virkir sem annars var mjög misjafnt eftir námsgreinum og nemendum. Opinber orðræða er mjög hliðholl nýsköpun og nú eftir að kreppan skall á hefur trúin á nýsköpun sem leið upp úr þeim öldudal færst enn í aukana og heyrist næstum sem töfraorð. Ég tek reyndar undir með þeim sem þannig tala þar sem ég veit að nýsköpun og skapandi hugsun og aðgerðir á flestum sviðum er vænleg til að leysa allskonar vandamál og þarfir og skapa lausnir og afurðir sem eru verðmætar og verða hluti af því skapandi ferli sem þarf til að flytja okkur í átt að ríkara samfélagi, bæði efnahagslega og samfélagslega.Nýsköpunar- og frumkvöðlamennt Námsgreinin eða námssviðið sem hefur verið kölluð nýsköpunarmennt eða nýsköpunar- og frumkvöðlamennt kom fyrst inn í námskrá grunnskóla 1999 og hefur verið í námskrá framhaldsskóla um nokkurn tíma. Þetta viðfangsefni í menntun gengur út á að efla skapandi hugsun og færni með því að leita uppi og greina þarfir og þjálfast í að finna lausnir til að mæta þeim. Kennd eru vinnubrögð og ræktaður hugsunarháttur sem hefur verið kenndur við vinnubrögð og hugsunarhátt uppfinningamanna. Einnig er mikil áhersla lögð á að nemendur fái tækifæri í námi til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd og að efla tengsl við nærsamfélag, atvinnulíf og ýmsa aðila í samfélaginu utan skólans. Með öðrum orðum má segja að þar sé verið að "rækta nýsköpun og frumkvöðla". Í nýsköpunarmennt eru nemendur að vinna með að bæta tilveruna á einhvern hátt, þjálfast í að lesa í umhverfi sitt, náttúrulegt og tæknilegt. Stundum þróa nemendur hugmyndir sínar yfir í afurðir sem verða söluvörur ýmist áþreifanlegar eða sem þjónusta. Þeir kynnast því hvernig hugmyndir verða að verðmætum ásamt því þjálfast í skipulagningu, stjórnun og samvinnu. Þróun nýsköpunarmenntar í grunnskólum átti sér stað fyrir tilstilli nokkurra öflugra einstaklinga og voru þau Paul Jóhannsson tæknifræðingur og Guðrún Þórsdóttir þar fremst í flokki og var vagga hennar lengi vel í Foldaskóla í Reykjavík. Fræðslumistöð Reykjavíkur stóð að því að koma Nýsköpunarkeppni grunnskólanna á laggirnar - en í nokkur ár hefur Menntamálaráðuneytið séð um keppnina í samstarfi við menntastofnanir og ýmsa aðila í atvinnulífinu. Sú keppni er mjög jákvæð starfsemi og hefur haldið uppi merki nýsköpunarstarfs í grunnskólum en gefur þó ekki rétta mynd af því starfi sem fer fram í grunnskólunum á því sviði, sem er því miður mjög lítið og ómarkvisst. Fáir grunnskólar á Íslandi bjóða formlega kennslu og þjálfun í nýsköpunarmennt og virðist ýmislegt spila þar saman sem erfitt er að festa hönd á. Þrátt fyrir að nýsköpunarmennt hafi komið inn í aðalnámskrá grunnskóla 1999 hefur hún lítið breiðst út sem formlegt viðfangsefni og sumir skólastjórnendur telja að hún hafi horfið að einhverju leyti í athyglinni sem tölvur og upplýsingatækni fengu og einnig virðist sú staðreynd að hún fékk ekki tímaúthlutun hafa haft eitthvað að segja sem og að engin sérstök kynning fór fram á þessum námsþætti/námsgrein. Á Íslandi er engin markviss menntun á þessu sviði í boði í kennaranámi eins og er. Ýmsir fleiri þættir spila þar inn í líka svo sem færni kennara og vilji til að taka þessa kennslu að sér, samstarf innan skóla og áhugi og virk þátttaka skólastjórnenda í að þróa námsgreinina. Ég tel að það þurfi að rækta og viðhalda þessari tegund af skapandi færni markvisst í gegnum allt grunnnám og ekki síst á grunn- og framhaldsskóastigi (þar er líka lítið framboð). Þannig held ég að það væru fleiri frjóir, skapandi og framtaksfúsir nemendur á háskólastigi en að ætlast skyndilega til þess að háskólanemar séu skapandi og að fara þá að þjálfa upp færnina til að greina þarfir og vandamál og finna lausnir - enda hafa margir háskólakennarar kvartað yfir að nemendur sem þeir fá vilji helst vera viðtakendur en ekki virkir skapendur. Ég er hjartanlega sammála því sem Sigmundi Guðbjarnason sagði í pistil sínum að: "Þáttaka barna í slíku starfi hefur áhrif á hugsunarhátt þeirra, eykur frumkvæði og útsjónarsemi þeirra og hvetur þau til að leita leiða til að leysa vandann hverju sinni." Það er þó lítið gert af því að nýta nýsköpunar- og frumkvöðlamennt í grunnskólum og framhadsskólum og þarf að fá meiri stuðning ef það er raunveulegur vilji fyrir að efla slíka menntun. Kynna þarf hvaða ávinning slíkt starf hefur í för með sér, sannfæra stjórnendur og kennara um það, þjálfa kennara, þróa matsaðferðir sem meta ferli og sköpun og síðast en ekki síst að sannfæra foreldra um að svona menntun sé gagnleg og sé áhrifaríkur grunnur að frekara námi og virkri þátttöku í þjóðfélaginu. Rannsókn mín á stöðu nýsköpunarmenntar í íslenskum grunnskólum hefur gefið vísbendingar um að skólafólk og almenningur þar með taldir foreldrar hafi óljósar hugmyndir um hvað nýsköpunarmennt felur í sér. Öflugt samstarf skóla og samfélags bætir bæði skólastarfið og samfélagið og er einn af þeim þáttum sem getur haft afgerandi áhrif á nýsköpunarmennt og hvort hún nær varanlegri fótfestu í skólastarfinu.Dæmi um nýsköpunarmennt Allnokkrir skólar afgreiða þennan námsþátt með því að fá einn nýsköpuarkennara í heimsókn í eitt eða tvö skipti til að þjálfa nemendur í 40 mínútur í senn en það er fráleitt að ætlast til að nemendur tileinki sér vinnubrögð og hugsunarhátt á einni til tveimur kennslustundum á ári. Nokkrir grunnskólar hafa þróað og bjóða nemendum sínum samfellt nám í nýsköpunarmennt. Foldaskóli í Reykjavík hefur í mörg ár boðið nemendum sínum nýsköpunarmennt og Þjórsárskóli í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Ingunnarskóli í Reykjavík hafa verið að þróa þessa námsgrein og bjóða mörgum árgöngum. Einn skóla enn má nefna sem hefur byggt upp nýsköpunar- og frumkvöðlamennt með góðum stíganda og samfellu en það er Grunnskólinn austan Vatna (á Hofsósi, Hólum og Sólgörðum í Fljótum). Grunnskólinn austan Vatna býður yngri nemendum grunnþjálfun í vinnubrögðum nýsköpunarmenntar og eldri nemendur taka þátt í frumkvöðlaverkefnum svo sem Reyklaus, rekstur kaffihúss og Verðmætasköpun í héraði. Fleiri skóla mætti nefna sem eru að gera góða hluti á þessu sviði (þó þeir séu alltof fáir) og gaman væri ef nemendur, kennarar og stjórnendur segðu meira opinberlega frá sínu starfi í nýsköpunarmennt. Heilu skólasamfélögin hafa sjaldan tekið sig til við að móta stefnu og starf á sviði nýsköpunarmenntar en þó má nefna að Fljótsdalshérað hefur nýlega haft frumkvæði að því að bjóða öllum skólum á öllum skólastigum á Héraði þjálfun í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt og hafa þau unnið sameignlega stefnu og skólanámskrár um slíka menntun og sköpun nýsköpunarmenningar í héraðinu. Einnig er athyglisvert samstarf Mennta- og menningarmálaráðuneytis og Iðnaðarráðuneytis sem nú er hafin við að þróa áfanga fyrir framhaldsskólastigið um nýsköpunarmennt.
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun