Enski boltinn

Aston Villa vill fá Rosicky

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Tékkinn Thomas Rosicky er ekki sagður eiga framtíð fyrir sér hjá Arsenal og er nú meðal annars orðaður við Aston Villa.

Þessi þrítugi miðjumaður var undir smásjá Gerard Houllier, stjóra Villa, er hann stýrði Liverpool. Houllier ætlar að gera aðra atlögu núna.

Rosicky er sjálfur sagður vera óánægður með hversu lítið hann fær að spila hjá Arsenal og vill komast að hjá félagi þar sem hann fær að spila meira.

Houllier er að skoða fleiri leikmenn og er sagður ætla að gera West Ham tilboð í Frederic Piquionne.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×