Lífið

Hrifinn af áströlskum konum

Leikarinn Ed Westwick segist hrifnastur af áströlskum konum.
Nordicphotos/getty
Leikarinn Ed Westwick segist hrifnastur af áströlskum konum. Nordicphotos/getty
Breski leikarinn Ed Westwick, sem fer með hlutverk Chuck Bass í sjónvarpsþáttunum Gossip Girl, segist vera hrifinn af eldri konum. Inntur eftir því hvort hann eigi sér laumuskot segist hann hrifinn af leikkonunni Scarlett Johansson.

„Ég er mjög hrifin af Scarlett Johansson og Miröndu Kerr, en einhver sagði mér að hún væri nú trúlofuð og Scarlett er gift. Ég er hrifinn af eldri konum, þær sem eru á mínum aldri eru ekki að gera neitt fyrir mig. Ég leita frekar eftir sambandi við eldri konur.“ Westwick segist jafnframt hrifnastur af áströlskum konum, því næst enskum og í þriðja sæti koma bandarískar konur.

Leikarinn, sem þykir vera með fallega loðna bringu, segist aðeins einu sinni hafa pælt í að vaxa sig. „Ég hugsaði fyrst um það um daginn, en ég held ég muni ekki gera það, nema þá ef ég neyddist til að gera það fyrir eitthvert hlutverk.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.