Enski boltinn

Birmingham bauð í Babel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ryan Babel í leik með Liverpool.
Ryan Babel í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Enskir fjölmiðlar fullyrða að Birmingham hafi lagt fram tilboð upp á átta milljónir punda í Hollendinginn Ryan Babel hjá Liverpool.

Breska blaðið Independent segir þó að enn eigi aðilar langt í land með að ná sáttum um kaupverð þar sem forráðamenn Liverpool eru sagðir vilja fá tólf milljónir punda fyrir Babel.

Alex McLeish, stjóri Birmingham, hefur náð góðum árangri með liðið að undanförnu en liðið hefur ekki tapað í ellefu leikjum í röð, þar af hefur það unnið sjö leiki.

Babel hefur aldrei náð að festa sig í sessi í byrjunarliði Liverpool og hefur verið sagður vilja fara annað til að eiga meiri möguleika á sæti í hollenska landsliðshópnum fyrir HM næsta sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×