Innlent

Ökumenn laumast um nýju Lyngdalsheiðina

Gamla Lyngdalsheiðin.
Gamla Lyngdalsheiðin.

Ökumenn eru byrjaðir að aka um nýja Lyngdalsheiðarveginn, milli Þingvalla og Laugarvatns, þótt ekki sé búið að opna veginn formlega, og reynir verktakinn ekki að stöðva bíla sem fara leiðina.

Að sögn Auðuns Þórs Almarssonar, framkvæmdastjóra A.Þ. vélaleigu, er unnið að lokafrágangi þessa dagana. Verið er að setja niður vegstikur og í vikunni er áformað að leggja seinni hluta klæðningar á þriggja kílómetra kafla. Vegurinn er því nánast tilbúinn en eftir er að finna dag sem gæti hentað nýjum samgönguráðherra að mæta til að klippa á borðann, en líklegt er að það verði gert í næstu viku.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×