Lífið

Heigl lítur upp til Bullock

Heigl lítur upp til Söndru Bullock og telur að hún hafi breytt lífi sínu.
Heigl lítur upp til Söndru Bullock og telur að hún hafi breytt lífi sínu.
Leikkonan Katherine Heigl lítur mjög upp til Söndru Bullock og telur að hún hafi breytt lífi sínu. Heigl finnst Bullock hafa staðið sig einkar vel í stykkinu eftir að framhjáhald eiginmanns hennar Jesse James komst upp, aðeins nokkrum vikum eftir að þau ættleiddu ungan dreng.

Heigl, sem ættleiddi sjálf dóttur á síðasta ári, segir að Bullock sé afar hugrökk. „Alltaf þegar ég ætla að gera eða segja eitthvað hugsa ég um hvað Sandra Bullock myndi gera. Ég þekki hana ekkert en miðað við það sem ég hef lesið um hana virðist hún vera ein af klárustu, kærleiksríkustu og mest heillandi konunum í Hollywood. Ef ég myndi ná eins langt á mínum ferli vildi ég verða alveg eins og hún," sagði Heigl, sem er þekktust fyrir leik sinn í Grey"s Anatomy.

Bullock tjáði sig um skilnaðinn við James í viðtali við tímaritið People í apríl. Þar sagðist hún búa yfir sektar­kennd og vera sorgmædd yfir því hvernig ljósmyndarar eltu hana og þrjú stjúpbörn hennar á röndum. Viðtalið breytti viðhorfi Heigl til papparassa. „Hún er svo jarðbundin. Hún tekur þetta ekki mjög persónulega og áttar sig alveg á aðstæðunum. Þegar ég las viðtalið breytti það lífi mínu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.