Körfubolti

Óvíst með bæði Glen Davis og Rasheed Wallace fyrir leik kvöldsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rasheed Wallace hjálpar hér Glen Davis eftir höfuðhöggið sem hann fékk í síðasta leik.
Rasheed Wallace hjálpar hér Glen Davis eftir höfuðhöggið sem hann fékk í síðasta leik. Mynd/AP
Boston Celtics fær í kvöld þriðja tækifærið í röð til þess að slá Orlando Magic út úr úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta og tryggja sér sæti í lokaúrslitunum á móti annaðhvort Los Angeles Lakers eða Phoenix Suns. Staðan er 3-2 fyrir Boston en sjötti leikurinn hefst klukkan 12.30 í Boston og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Boston komst í 3-0 í einvíginu en Orlando hefur unnið tvo síðustu leiki. Kendrick Perkins, miðherji Boston, slapp við leikbann en gæti þurft að glíma einn við Dwight Howard þar sem Glen Davis og Rasheed Wallace meiddust báðir í fimmta leiknum. Dwight Howard er með 26 stig og 13 fráköst að meðaltali í síðustu tveimur sigurleikjum Orlando og er algjör lykilmaður í velgengni liðsins.

Það mun ekki koma í ljós fyrr en rétt fyrir leik hvort Glen Davis verði búinn að ná sér af heilahristingnum eftir olnboga frá Howard í síðasta leik eða hvort að bakið á Rasheed Wallace verði í lagi. Doc Rivers, þjálfari Boston, segir að það kæmi ekki í ljós fyrr en rétt fyrir leik hvort þeir geti spilað.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×