Tímabært aðhald Ólafur Þ. Stephensen skrifar 23. desember 2010 06:00 Háskóli Íslands þarf að grípa til verulegs niðurskurðar vegna minni fjárveitinga á næsta ári, eins og flestar aðrar ríkisstofnanir. Fækka þarf fólki, lækka starfshlutfall og grípa til fleiri sparnaðaraðgerða. Fram hefur komið að háskólinn hyggist takmarka aðgang nemenda að skólanum, en slíkt er nú eingöngu gert í fáeinum námsgreinum, til dæmis í læknisfræði. Að óbreyttu stefnir í að á næsta ári verði 900 nemendur í skólanum án þess að þeim fylgi fjárveiting úr ríkissjóði. Þá hefur háskólaráð sótt um heimild til stjórnvalda um að fá að hækka skrásetningargjald nemenda í HÍ úr 45 þúsund krónum í 70 þúsund, en fyrri ósk um slíkt hefur verið synjað. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra hefur boðað rektor HÍ á sinn fund vegna málsins og sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í vikunni að aðgangstakmarkanir væru síðasta úrræðið sem grípa ætti til. „Við höfum lagt á það ríka áherzlu að Háskóli Íslands standi sem flestum opinn og þangað geti sem flestir sótt sér nám og menntun við hæfi." Áhyggjur menntamálaráðherra af aðgangstakmörkunum og hækku gjalda í Háskóla Íslands eru sennilega óþarfar. Færa má rök fyrir því að báðar breytingar hefði átt að gera fyrir löngu, jafnvel á meðan betur áraði. Háskóli Íslands hefur í rauninni verið of opinn og gert of litlar kröfur til stúdenta sem þar hljóta skólavist, með þeim afleiðingum að þar er of mikið af fólki sem nær ekki árangri í náminu og þiggur allt of mikla dýra kennslu á kostnað skattgreiðenda áður en til útskriftar kemur, eða útskrifast bara alls ekki. Ef aðgangstakmarkanir, til dæmis einhvers konar inntökupróf, væru teknar upp yrði mun líklegra að þeir sem innrituðust í skólann lykju þaðan prófi á tilsettum tíma og sóuðu ekki of miklu af eigin tíma og fé skattgreiðenda á meðan. Hærri innritunargjöld myndu hafa sömu áhrif. Þau kæmu ekki aðeins í veg fyrir þörfina á að skattgreiðendur legðu skólanum til meira fé, heldur ykju þau aga í námi og fækkuðu þeim sem teldu ástæðu til að eyða beztu árum lífsins í árangurslítið gauf. Ósennilegt er að 25 þúsund króna hækkun yrði mörgum stúdentum við HÍ ofviða, svona af bíla-, tölvu- og farsímakostinum á háskólalóðinni að dæma. Þó eru vafalaust einhver tilvik, þar sem fjárhagur fólks leyfir ekki slíkan útgjaldaauka. Þeim mætti mæta með skólagjaldastyrkjum til efnalítilla stúdenta, eins og tíðkast við háskóla víða um heim. Vonandi verður niðurstaðan af fundi háskólarektors og menntamálaráðherrans að sú síðarnefnda taki vel í hugmyndirnar. Þær fela í sér löngu tímabært aðhald í þessari merku menntastofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun
Háskóli Íslands þarf að grípa til verulegs niðurskurðar vegna minni fjárveitinga á næsta ári, eins og flestar aðrar ríkisstofnanir. Fækka þarf fólki, lækka starfshlutfall og grípa til fleiri sparnaðaraðgerða. Fram hefur komið að háskólinn hyggist takmarka aðgang nemenda að skólanum, en slíkt er nú eingöngu gert í fáeinum námsgreinum, til dæmis í læknisfræði. Að óbreyttu stefnir í að á næsta ári verði 900 nemendur í skólanum án þess að þeim fylgi fjárveiting úr ríkissjóði. Þá hefur háskólaráð sótt um heimild til stjórnvalda um að fá að hækka skrásetningargjald nemenda í HÍ úr 45 þúsund krónum í 70 þúsund, en fyrri ósk um slíkt hefur verið synjað. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra hefur boðað rektor HÍ á sinn fund vegna málsins og sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í vikunni að aðgangstakmarkanir væru síðasta úrræðið sem grípa ætti til. „Við höfum lagt á það ríka áherzlu að Háskóli Íslands standi sem flestum opinn og þangað geti sem flestir sótt sér nám og menntun við hæfi." Áhyggjur menntamálaráðherra af aðgangstakmörkunum og hækku gjalda í Háskóla Íslands eru sennilega óþarfar. Færa má rök fyrir því að báðar breytingar hefði átt að gera fyrir löngu, jafnvel á meðan betur áraði. Háskóli Íslands hefur í rauninni verið of opinn og gert of litlar kröfur til stúdenta sem þar hljóta skólavist, með þeim afleiðingum að þar er of mikið af fólki sem nær ekki árangri í náminu og þiggur allt of mikla dýra kennslu á kostnað skattgreiðenda áður en til útskriftar kemur, eða útskrifast bara alls ekki. Ef aðgangstakmarkanir, til dæmis einhvers konar inntökupróf, væru teknar upp yrði mun líklegra að þeir sem innrituðust í skólann lykju þaðan prófi á tilsettum tíma og sóuðu ekki of miklu af eigin tíma og fé skattgreiðenda á meðan. Hærri innritunargjöld myndu hafa sömu áhrif. Þau kæmu ekki aðeins í veg fyrir þörfina á að skattgreiðendur legðu skólanum til meira fé, heldur ykju þau aga í námi og fækkuðu þeim sem teldu ástæðu til að eyða beztu árum lífsins í árangurslítið gauf. Ósennilegt er að 25 þúsund króna hækkun yrði mörgum stúdentum við HÍ ofviða, svona af bíla-, tölvu- og farsímakostinum á háskólalóðinni að dæma. Þó eru vafalaust einhver tilvik, þar sem fjárhagur fólks leyfir ekki slíkan útgjaldaauka. Þeim mætti mæta með skólagjaldastyrkjum til efnalítilla stúdenta, eins og tíðkast við háskóla víða um heim. Vonandi verður niðurstaðan af fundi háskólarektors og menntamálaráðherrans að sú síðarnefnda taki vel í hugmyndirnar. Þær fela í sér löngu tímabært aðhald í þessari merku menntastofnun.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun