Missti öndvegisfolald úr hóstapest 28. september 2010 04:00 Folaldið grafið Ægir Sigurðsson aðstoðaði Sigurð Grímsson við að grafa folaldið. Hryssan Brá, móðir folaldsins, stóð hjá þeim og horfði á.Fréttablaðið/GVA „Ég missti þarna mjög fallegt folald, sem hugsað var sem reiðhestsefni,“ segir Sigurður Grímsson í Fossmúla, sem varð fyrir þeim skaða að missa vel ættað folald úr hestahóstanum á laugardaginn. Sigurður segir öruggt að folaldið hafi drepist úr veikinni sem herjað hefur á hestastofninn frá því snemma í vor. Folaldið var grafið strax í samráði við dýralækni sem ekki taldi stætt á því að geyma það yfir helgina til að geta sent það í krufningu á Keldum. „Móðir folaldsins var með hósta þegar hún kom úr stóðhestagirðingu,“ segir Sigurður. „Ég hafði hins vegar ekki heyrt folaldið hósta. Svo tók ég eftir því að það var einhver deyfð komin yfir það. Þegar ég fór að skoða það betur sá ég að það var með öran andardrátt og kviðdrátt, sem kallað er, en þá herpist kviðurinn saman. Einnig sá ég að það var komið með grænt hor og svo þornað slím í kringum nasirnar.“ Sigurður kvaðst hafa haft samband við dýralækni síðastliðið miðvikudagskvöld. Hann hefði tjáð sér að veikin væri að hellast í folöld um þessar mundir og því skyldi hann fylgjast vel með litla folanum. Það dugði ekki til og telur Sigurður folaldið hafa drepist úr lungnabólgu. Eitt dæmi er þekkt um að hestaveikin hafi greinst í manni. Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir við Fréttablaðið að kona hafi greinst með sama bakteríustofn og veldur veikinni.- jss Fréttir Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Sjá meira
„Ég missti þarna mjög fallegt folald, sem hugsað var sem reiðhestsefni,“ segir Sigurður Grímsson í Fossmúla, sem varð fyrir þeim skaða að missa vel ættað folald úr hestahóstanum á laugardaginn. Sigurður segir öruggt að folaldið hafi drepist úr veikinni sem herjað hefur á hestastofninn frá því snemma í vor. Folaldið var grafið strax í samráði við dýralækni sem ekki taldi stætt á því að geyma það yfir helgina til að geta sent það í krufningu á Keldum. „Móðir folaldsins var með hósta þegar hún kom úr stóðhestagirðingu,“ segir Sigurður. „Ég hafði hins vegar ekki heyrt folaldið hósta. Svo tók ég eftir því að það var einhver deyfð komin yfir það. Þegar ég fór að skoða það betur sá ég að það var með öran andardrátt og kviðdrátt, sem kallað er, en þá herpist kviðurinn saman. Einnig sá ég að það var komið með grænt hor og svo þornað slím í kringum nasirnar.“ Sigurður kvaðst hafa haft samband við dýralækni síðastliðið miðvikudagskvöld. Hann hefði tjáð sér að veikin væri að hellast í folöld um þessar mundir og því skyldi hann fylgjast vel með litla folanum. Það dugði ekki til og telur Sigurður folaldið hafa drepist úr lungnabólgu. Eitt dæmi er þekkt um að hestaveikin hafi greinst í manni. Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir við Fréttablaðið að kona hafi greinst með sama bakteríustofn og veldur veikinni.- jss
Fréttir Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Sjá meira