Lífið

Seinfeld hakkar Gaga í sig

Gaga gaf ljósmyndurum fingurinn og klæddi sig úr öllu nema skrautlegu bíkíní.
Gaga gaf ljósmyndurum fingurinn og klæddi sig úr öllu nema skrautlegu bíkíní.
Grínistinn Jerry Seinfeld er ekki sáttur með framkomu söngkonunnar Lady Gaga á hafnarboltaleik með New York Mets fyrir tveimur vikum.

Gaga reiddist ágengum ljósmyndurum og aðdáendum á áhorfendapöllunum þannig að hún reif sig úr fötunum og setti löngutöng hressilega á loft. Öryggisverðir tókus sig þá til og færðu hana inn í einkastúku Seinfeld, sem var þar mannlaus rétt hjá. Þetta atvik vakti gríðarlega athygli.

„Þessi kona er fífl. Ég hata hana," sagði hann meðal annars, en í gríni þó. „Ég er ekki einn þeirra sem halda því fram að allt umtal sé gott umtal ... Ég skil ekki hvernig hún heldur að þetta sé gott. Og ég trúi því ekki að þeir hafi látið hana í stúkuna mína, sem ég borga fyrir ... Í hvernig heimi lifum við eiginlega? Þar sem fólk rekur fingurinn á loft og fær í staðinn að fara í stúkuna?" sagði Seinfeld í viðtali sem fór í loftið á útvarpsstöðinni WFAN á mánudagskvöld. Hægt er að hlusta á það hér.

Hann bætti því síðan við að honum fyndist Gaga hæfileikarík en að hann botnaði ekkert í hegðan hennar. Hún sé enda af annarri kynslóð en hann sjálfur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.