Lífið

Verslunarmiðstöð á veraldarvefnum

Auður Einarsdóttir, Svanhvít Hrólfsdóttir, Stella Stefánsdóttir, Soffía Steingrímsdóttir og Margrét Arna Hlöðversdóttir hafa opnað verslun á vefnum butik.is.
Auður Einarsdóttir, Svanhvít Hrólfsdóttir, Stella Stefánsdóttir, Soffía Steingrímsdóttir og Margrét Arna Hlöðversdóttir hafa opnað verslun á vefnum butik.is.

„Hugmyndin er sú að bjóða upp á fjölbreytt vöruúrval með áherslu á betra verð og þægindi í innkaupum," segir Auður Einarsdóttir, ein fimm kvenna sem settu nýverið á laggirnar íslenska vefverslun, bútik.is, þar sem hægt er að kaupa lífsstíls- og tískutengdar vörur og fleira.

„Sem dæmi bjóðum við upp á snyrtivörur og fatnað með sérstakri áherslu á íslenska hönnun," segir Auður og nefnir í því samhengi til sögunnar Emami Fashion, Spaksmannsspjarir og Hendrikku Waage. Hún getur þess að auk fyrrnefndra vöruflokka sé boðið upp á barna- og íþróttavörur.

„Svo ætlum við líka að bæta við okkur heilsuvörum, auk sem pistlar eftir tískubloggarann Hildi Ragnarsdóttur eru farnir að birtast á síðunni."

Þægindi í innkaupum eru eins og áður sagði í fyrirrúmi. „Fólk pantar sér einfaldlega vörur og fær sendar heim, líka út á landsbyggðina sem hefur ekki haft aðgang að sumum vörunum, nú eða sækir til okkar í Akralind 3 í sumar milli klukkan 9 til 14 virka daga," segir Auður. - rve








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.