Enski boltinn

Coventry komst í fimmta sætið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron Einar í baráttunni með Coventry.
Aron Einar í baráttunni með Coventry.

Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Coventry í dag sem vann góðan heimasigur á Middlesbrough. Lokatölur 1-0.

Aroni Einari var skipt af velli eftir 68. mínútur.

Marlon King skoraði eina mark leiksins. Boro fékk kjörið tækifæri til þess að skora í leiknum en Leroy Lita klúðraði vítaspyrnu í fyrri hálfleik.

Coventry komst í fimmta sæti ensku B-deildarinnar með sigrinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×