Íslenski boltinn

Heimir verður áfram þjálfari FH-liðsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH og aðstoðarmaður hans Jörundur Áki Sveinsson.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH og aðstoðarmaður hans Jörundur Áki Sveinsson. Mynd/Valli
FH-ingar hafa staðfest það á heimasíðu sinni, fhingar.net, að Heimir Guðjónsson verður áfram þjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu. Þetta verður fjórða sumar Heimis með liðinu en hann tók við liðinu af núverandi landsliðsþjálfara Ólafi Jóhannessyni.

FH hefur unnið stóran titil á öllum þremur tímabilum Heimis með liðinu, Íslandsmeistaratitil fyrstu tvö árin sem er met og svo bikarmeistaratitilinn í ár.

FH var mjög nálægt því að vinna Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð en FH vann sex síðustu leiki sína í Pepsi-deildinni í sumar en tapaði titlinum til Breiðabliks á markatölu.

FH-liðið hefur unnið 44 af 66 deildarleikjum undir hans stjórn, tapað aðeins 12 leikjum og hefur náð í 71 prósent stiga í boði. Markatalan er 78 mörk í plús, 155 mörk skoruð á móti 77 fengin á sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×