Þetta er þriðja árið í röð sem Baldur mætir til leiks með þættina ásamt Ólafi Chelbat framleiðanda og Sigurði Má Davíðssyni tökumanni.
Að þessu sinni mun Baldur líka kíkja í heimsókn á æfingar hjá liðum í Bestu deild kvenna en hann fór um allt land á æfingar.
Fyrsti þáttur er á mánudaginn næstkomandi en þá mun Baldur heimsækja nýliða Aftureldingar í Bestu deild karla.
Allir leikirnir í Bestu deildunum verða svo í beinni á sportrásum Stöðvar 2 í sumar.