Villeneuve vill stofna Formúlu 1 lið 19. júlí 2010 10:18 Jacques Villeneuve og Damon Hill sem báðir urðu meistarar með Williams fögnuðu 60 ára afmæli Formúlu 1 í Barein í byrjun ársins. Mynd: Getty Images Talið er að Formúlu 1 meistarinn frá 1997, Jacques Villeneuve hafi sett inn umsókn til FIA um að mæta með keppnislið á ráslínuna á næsta ári. Villeneuve varð meistari með Williams og reyndi að komast sem ökumaður á ráslínuna á þessu ári. Autosport.com greinir frá því að Villeneuve vilji mæta með lið á næsta ári, en þýska tímaritið Auto Motor und Sport greindi fyrst frá málinu. Í blaðinu segir að Flavio Briatore og Pat Symonds, sem voru áður hjá Renault séu hluti af dæminu. Villeneuve hefur staðfest formlega að hann sé að vinna að Formúlu 1 málum, en ekki nákvæmlega hverju. Ekki er ljóst samkvæmt fréttinni hvort hann hyggst keyra sjálfur, fái lið hans keppnisleyfi, en nokkrir aðilar hafa áhuga á að mæta með lið þar sem eitt pláss er laust fyrir lið 2011. Rick Gorne sem er umboðsmaður Villeneuve sagði á BBC Sport að Formúlu 1 sé möguleiki og þeir séu að vinna að verkefninu. Villeneuve hætti í Formúlu 1 á miðju árinu 2006, þegar hann ók með BMW Sauber. Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Talið er að Formúlu 1 meistarinn frá 1997, Jacques Villeneuve hafi sett inn umsókn til FIA um að mæta með keppnislið á ráslínuna á næsta ári. Villeneuve varð meistari með Williams og reyndi að komast sem ökumaður á ráslínuna á þessu ári. Autosport.com greinir frá því að Villeneuve vilji mæta með lið á næsta ári, en þýska tímaritið Auto Motor und Sport greindi fyrst frá málinu. Í blaðinu segir að Flavio Briatore og Pat Symonds, sem voru áður hjá Renault séu hluti af dæminu. Villeneuve hefur staðfest formlega að hann sé að vinna að Formúlu 1 málum, en ekki nákvæmlega hverju. Ekki er ljóst samkvæmt fréttinni hvort hann hyggst keyra sjálfur, fái lið hans keppnisleyfi, en nokkrir aðilar hafa áhuga á að mæta með lið þar sem eitt pláss er laust fyrir lið 2011. Rick Gorne sem er umboðsmaður Villeneuve sagði á BBC Sport að Formúlu 1 sé möguleiki og þeir séu að vinna að verkefninu. Villeneuve hætti í Formúlu 1 á miðju árinu 2006, þegar hann ók með BMW Sauber.
Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira