Lífið

Styrkja Ellu Dís

Á meðal þeirra sem fram koma á tónleikunum eru Gissur Páll Gissurarson, Vala Guðnadóttir, Þóra Einarsdóttir og Óp hópurinn.
Á meðal þeirra sem fram koma á tónleikunum eru Gissur Páll Gissurarson, Vala Guðnadóttir, Þóra Einarsdóttir og Óp hópurinn.

Sérstakir styrktartónleikar verða haldnir til styrktar Ellu Dís sem er langveik, fjögurra ára gömul stúlka.

Þar sem Ella Dís er ósjúkdómsgreind fær hún enga aðstoð frá ríkinu til að standa undir kostnaði við stofnfrumumeðferð. Hún hefur nú þegar farið í eina stofnfrumumeðferð og til stendur að Ella Dís fari í aðra slíka meðferð en kostnaður við hana er mikill og því var brugðið á það ráð að styrkja fjölskyldu Ellu Dísar með fjársöfnun.

Ósk Matthíasdóttir stendur fyrir símasöfnun þar sem hægt er að hringja inn og styrkja um þrjár mismunandi upphæðir og eru styrktarsímanúmerin 907-3701 (1.000 krónur) 907-3702 (2.000) og 907-3703 (3.000).

Rósalind Gísladóttir óperusöngkona stendur fyrir tónleikunum sem hefjast klukkan 20.00 í Grafarvogskirkju á morgun. Á meðal þeirra sem fram koma eru Gissur Páll Gissurarson, Vala Guðnadóttir, Þóra Einarsdóttir og Óp hópurinn.

Aðgangseyrir er 2.000 krónur og rennur sú upphæð beint í sjóð til styrktar Ellu Dís.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.