Björgólfur Thor Björgólfsson segir á vefsíðu sinni að persónulegar ábyrgðir vegna lána hans hér á landi séu ekki felldar niður, þeim sé aðeins frestað.
Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að skuldauppgjör Björgólfs Thors, sem Deutche bank leiddi, feli í sér niðurfellingu á persónulegum ábyrgðum. Fréttastofa hefur ítrekað leitað eftir því að fá viðtal við Björgólf Thor á undanförnum mánuðum, án árangurs.